13.6.2009 | 22:37
Möguleiki sem vert er að skoða.
Upplýsa þarf hvort það hafi verið þáttur í starfsemi íslenskra banka að stofna lögaðila í skattaparadísum og þá undir hvaða formerkjum og ef rétt reynist í hverra þágu slíkt hafi verið gert.
Þetta skrifa Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri og Ingvar J. Rögnvaldsson vararíkisskattstjóri í forystugrein í júníblaði Tíundar, fréttablaði ríkisskattstjóraembættisins.
Þeir segja það jafnframt verðugt verkefni að koma saman hópi sérfræðinga sem hefði það hlutverk eitt að hafa uppi á þeim aðilum sem hafa komið óskattlögðum tekjum undan í skjóli erlendra eignarhaldsfélaga.
Óvíst er að unnt verði að koma höndum yfir þá fjármuni sem runnið hafa framhjá skattlagningu nema með beinskeyttum og markvissum aðgerðum sem hafa þann tilgang að bjarga því sem bjargað verður.
Í upphafi forystugreinarinnar fagna Skúli og Ingvar nýjum lögum um styrkingu skattframkvæmdar.
Þeir lýsa hins vegar yfir furðu sinni á því að fulltrúar fjármálafyrirtækja hafi mætt á þingnefndarfund til þess að mæla gegn samþykkt frumvarpsins um styrkingu skattframkvæmdar.
Það er einmitt það.
Af hverju skyldu nú fulltrúar fjármálafyrirtækja leggjast gegn samþykkt frumvarpsins??
Hvað býr að baki?
Er verið að grípa til einhverra örþrifaráða í þeim tilgangi að tefja framgöngd réttvísinnar?
Það læðast að mér margar ljótar hugsanir.
Ríkisskattstjóri og vararíkisskattstjóri segja að fulltrúar fjármálafyrirtækja hafi gengið svo langt í sínum málflutningi að einn þingmannanna hafi spurt hvort andstaða þeirra við frumvarpið væri með vitund fjármálaráðuneytisins sem fer með eignarhald nýju ríkisbankanna.
Hér er jú verkefni fyrir fjármálaráðherra og reyndar fleiri að taka nú til í fjósinu.
Bent er á að í skýrslu um skattsvik frá árinu 2004 hafi áætlaðir undandregnir skattar numið 34 milljörðum króna.
Þar til næst.
Héldu sér veislu á kostnað annarra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þetta er algjört ógeð. Spillingarliðið er ennþá starfandi allstaðar í banka og stjórnkerfinu.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 16.6.2009 kl. 00:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.