Að vandlega íhuguðu máli...

...hef ég ákveðið að gerast bankastarfsmaður.

Jamm og já.

Reynslu og menntun hef ég þannig að þegar ég er sestur í mjúkan og þægilegan skrifstofustól, og þá er ég ekki að tala um neitt tilboðsdrasl, þá tek ég smálán. Bara smálán. Bara nokkrar millur.

Að sjálfsögðu gegn veði í húskofanum því maður vill nú ekki svindla á neinum.

Eða hvað?

Svo þegar lánið er komið í gegn þá stofna ég hlutafélag sem ég gæti hugsað mér að kalla "Jöklafélagið hf. Svo stofna ég annað félag sem við skulum bara kalla JE hf.

Að þessu loknu sel ég Jöklafélaginu hf.húskofann.

Því næst selur Jöklafélagið hf. JE hf. kofann en að sjálfsögðu skil ég lánið frá Íbúðalánasjóði eftir.

Allar þrjár millurnar.

Þegar hér er komið sögu er kominn "útrásar"hugur í mig því eins og sönnum afkomanda hinna norrænu víkinga sæmir, þið vitið, þeirra sem lögðust í víking og bitu skemmdum tönnum í skjaldarrendurnar á meðan þeir hjuggu mann og annan, þá hef ég ákveðið að líta til nágrannaþjóðanna og stofna nokkur dótturfélög.

Bara nokkur stykki.

Við getum kallað þau JE 1, JE 2, já og upp í nr.12 nú eða jafnvel tuttugu, allt eftir því hvernig kaupin ganga fyrir sig á Eyrinni.

Nú er búið að fella niður veðið á kofagarminum því þannig ganga jú hlutirnir fyrir sig.

Er ekki svo?

Þar til næst.

 

 

 

 

 

 

 

 


mbl.is Ekki hægt að snúa ákvörðun við
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

  Þú ert verðugur bankamaður, með svindlið á hreinu. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 16.6.2009 kl. 01:17

2 Smámynd: Þráinn Jökull Elísson

Takk fyrir lofið Kolla.

Þráinn Jökull Elísson, 16.6.2009 kl. 01:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband