16.6.2009 | 02:47
Sjóðsstjóra vikið frá vegna viðskipta Sigurjóns.
Landsbankinn hefur vikið sjóðstjóra hjá bankanum úr starfi tímabundið vegna viðskipta Sigurjóns Þ. Árnasonar, fyrrverandi bankastjóra, sem fréttastofa greindi frá í gær. Málinu hefur verið vísað til Fjármálaeftirlitsins.
Sigurjón keypti veðskuldabréf af sjálfum sér fyrir 40 milljónir í gegnum einkalífeyrissjóð sinn í Landsbankanum með veði í einbýlishúsi sínu í Granaskjóli.
Í reglulegri úttekt innri endurskoðunar Landsbankans kom fram að inn á fjárvörslusafn í einkalífeyrissparnaði viðskiptavinar hefði verið keypt veðskuldarbréf, útgefið af sama viðskiptavini. Ákvörðun um kaupin er tekin af eiganda safnsins og sjóðstjóra án samráðs við yfirstjórn Landsbankans. Ekki er um önnur tilvik að ræða sem þetta hjá öðrum viðskiptavinum í einkalífeyrissparnaði.
Viðkomandi sjóðstjóra hefur verið vikið tímabundið frá störfum meðan skoðun stendur yfir.
Var nokkur að tala um spillingu?
Þar til næst.
Athugasemdir
Já alveg týpiskt finnst þér ekki, sjóðstjórinn er náttúrulega spindoktorinn af þessu meintu skattaundanskoti bankastjórans.
Held ekki lengur að þau haldi að fólk sé fífl, held að þau haldi að við höldum að þau séu ekki fífl, bara brilliant fólk, með allt á hreinu!
Einhvers staðar á leiðinni, gjöreyddust heilafrumur í þessu fólki, sem innihalda dómgreind og vitsmuni, já það held ég.
Jenný Stefanía Jensdóttir, 16.6.2009 kl. 05:05
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 17.6.2009 kl. 01:37
Ég mundi kalla þetta útsjónasemi; að sjá möguleikann í stöðunni eins og það er kallað.
Ragnhildur Kolka, 17.6.2009 kl. 09:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.