Guđ láti á gott vita.

Meinlegur misskilningur virđist vera útbreiddur um hlutverk Evu Joly hér á landi. Svo virđist sem margir haldi ađ Joly hafi beina ađkomu ađ rannsókn bankahrunsins, sé jafnvel í ţví starfi međ sérstökum saksóknara, Ólafi Ţór Haukssyni.

Gildir ţetta bćđi um ađdáendur Joly, og ýmsa af hinum sem eru minna hrifnir af henni. Hiđ rétta er ađ sú norsk-franska er „sérstakur ráđgjafi ríkisstjórnarinnar vegna rannsókna á efnahagsbrotum sem tengjast hruni fjármálakerfisins", eins og stóđ í fréttatilkynningu forsćtisráđuneytisins ţegar hún var ráđin.

Ţá vitum viđ ţađ.

í gćr upplýsti Ragna Árnadóttir dómsmálaráđherra ađ frumvarp vćri í smíđum sem kćmi til móts viđ hluta af ráđgjöf Joly, eđa „kröfum" eins og dómsmálaráđherra kaus ađ orđa ţađ í viđtali viđ fréttastofu Ríkisútvarpsins.

Dómsmálaráđherra kýs hins vegar ađ hafa ađ engu ráđgjöf Joly um ađ víkja beri Valtý Sigurđssyni ríkissaksóknara frá, enda opinberađi sú ráđgjöf mikiđ ţekkingarleysi ráđgjafans á íslensku réttarfari. Og ţađ er auđvitađ hiđ vandrćđalegasta mál sem ekki er hćgt ađ láta eins og hafi ekki átt sér stađ.

Íslenskt réttarfar?

Nú ćtti einhver ađ halda kjafti og skammast sín!

Er siđblindan kannski orđin svo alger ađ menn sjái ekki lengur fram fyrir nefiđ á sér?

Íslenskt réttarfar!

Laughing out loud.

Í öllum siđmenntuđum löndum hefđu ţeir sem báru ábyrgđ á Icesafe reikningunum, ţ.e. starfsmenn FME, og fyrrverandi bankastjórar Landsbankans veriđ leiddir út í járnum.

Hérlendis halda ţeir áfram ađ maka krókinn. Og komast upp međ ţađ.

Íslenskt réttarfar.

Ef eitthvađ er ţá ţyrftum viđ fólk eins og Evu Joly í tugatali til ađ reyna ađ upprćta spillinguna sem hér hefur tröllriđiđ húsum alltof lengi.

Tuttugu og sex mál eru komin inn á borđ til sérstaks saksóknara. Flest eru málin umfangsmikil ţar sem um er ađ rćđa verulega fjárhagslega hagsmuni.

Varla er ţađ ađ ástćđulausu.

Grein Sigurđar G. Guđjónssonar er best geymd i ruslafötunni.

Vesalings Sigurjón Ţ. Árnason ađ ţurfa ađ framfleyta sjálfum sér, móđur, systur og stjúpföđur á skitnu 70 millu láni á okurvöxtunum 3.5%. Svo ţarf sennilega ađ fóđra köttinn, já og jafnvel hundinn líka.

Vesalings Sigurjón.

Íslenskt réttarfar!

Ţar til nćst.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband