Það er orðið ansi langt...

 ...síðan ég hef bloggað um sjálfan mig, hagi mína og fallega bæinn sem ég bý í.

Það er ekki laust við að ég verði smá deprimeraður þegar hver ólánsfréttin á fætur annari dynur á okkur.

Ég velti því stundum fyrir mér hvernig í ósköpunum skuli standa á því að ofurlaunamennirnir sem báru svo mikla ábyrgð og reyndar bera ábyrgð á því ástandi sem við búum við í dag skuli enn ganga lausir.

Eins og Eva Joly sagði "Stórlaxarnir sleppa yfirleitt."

Hvar fela þeir sig í dag?

Hvað með ábyrgðina?

Ég hlustaði á þáttinn hans Bubba í kvöld og ég dáist að jákvæðninni ,hreinskilninni og heiðarleikanum hjá honum.

Ég hef lært mikið um sjálfan mig með því að hlusta á hann.

Nóg um það.

Ég fór í kvöldgöngu í smá súld, bærinn minn skartaði sínu fegursta, bæði tandurhreinn og fallegur .

Ég held mér hafi tekist að losa mig við allar neikvæðu hugsanirnar sem stundum herja á mig og mjög líklega meginhluta þjóðarinnar.

Eigum við ekki að reyna að vera bara jákvæð?

Þar til næst.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband