7.7.2009 | 14:39
Ég hef ákveðið...
...að sækja um niðurfellingu helmings af húsnæðisláninu sem hvílir á kofanum.
Heilar fimmtán hundruð þúsund!
Jamm og já.
Björgólfar vilja að Kaupþing afskrifi þrjá milljarða.
Skuldin er upphaflega tilkomin vegna kaupa eignarhaldsfélags þeirra, Samsonar, á 45,8 prósenta hlut ríkisins í Landsbankanum árið 2003.
"Þeir sem taka lán þurfa að borga þau."
Þetta sagði hún amma mér.
Þó hún sé horfin á vit forfeðra sinna þá eru orð hennar mér enn í fersku minni.
Það er þó augljóst að ekki er sama Jón eða séra Jón.
Ef Björgólfarnir, kallangarnir, eru svona fj.... blankir þá hef ég ágætis ráð handa þeim.
Seljið eins og eina snekkju og í leiðinni mætti skella eins og einum húskofa á söluskrá. Svo er líka spurning hvort ekki mætti grynnka á bílaflotanum.
Ég er búinn að ákveða að bjóða bankanum "snekkjuna" mína, eikarbátur árg. 1968, sona til að grynnka aðeins á skuldinni.
Svo er að sjá hverju framvindur.
Þar til næst.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.