13.7.2009 | 20:47
Nýja Ísland, Spilling í skjóli nýju bankanna.
ENGAR REGLUR UM KENNITÖLUFLAKK.
"Stjórnvöld hafa ekki, svo mér sé kunnugt um, sett stjórnum nýju bankanna neinar reglur um kennitöluflakk fyrirtækja, sagði Gylfi Magnússon, viðskiptaráðherra á Alþingi.
Þess eru dæmi að stórskuldug sjávarútvegsfyrirtæki hafi flutt eignir þ.m.t. kvóta yfir í nýtt félag en skilið skuldirnar eftir í því gamla, með vitund og vilja nýju bankanna, má þar nefna Nýja Landsbankann og Íslandsbanka.
Gylfi Magnússon, viðskiptaráðherra sagði að þetta álitamál hefði margoft komið fram- og hér kemur svo toppurinn á tertunni.
"Kennitöluskipti eru hins vegar oft eðlilega leið til að bjarga verðmætum og tryggja áframhaldandi rekstur."
Eðlileg leið til að bjarga verðmætum?
Eðlileg leið til að tryggja áframhaldandi rekstur?
Er það eðlilegur rekstur sjávarútvegsfyrirtækis að- segjum sem svo- framkvæmdastjóri fyrirtækis taki, með stuðningi meirihlutastjórnar, þriggja milljarða króna lán í Landsbankanum í svissneskum frönkum og japönskum jenum og fjárfesti svo í hlutabréfum í Landsbankanum og peningamarkaðssjóði Landsbankans?
Við segjum okkur að hér sé sjávarútvegsfyrirtæki, EKKI fjárfestingarfélag.
Það dapurlega er að megnið af fjárfestingunni er fyrir löngu tapað en eftir situr fyrirtækið með skuldina sem nálgast nú 10 milljarða króna vegna gengisþróunar.
Nú voru góð ráð dýr.
Auðvitað fólst lausnin í því að fara hæstvirts viðskiptaráðherrans eðlilegu leið, "Til að bjarga verðmætum og tryggja áframhaldandi rekstur".
Nýtt fyrirtæki leit dagsins ljós og til að tryggja áframhaldandi rekstur þess voru fasteignir ,veiðiheimildir, skip með rá og reiða og ,NB, skuldir upp á liðlega 2,6 milljarða króna færð yfir í nýja félagið.
Gróft reiknað munu standa eftir um 7,5 milljarðar í gamla félaginu.
Hver skyldu nú eftirköstin svo verða?
Skuldir þarf jú að borga en hver borgar?
Maður með þau viðhorf sem ég hef reynt að útskýra hér, á að mínu mati að finna sér annað starf hið fyrsta, nú eða fara á atvinnuleysisbætur.
Þetta er að vísu bara dæmisaga sem ég hef sett hér saman, með tilvitnunum úr Mbl.
Getur gerst, gæti hafa gerst, hvar sem er.
Þar til næst.
Engar reglur um kennitöluflakk | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Við þyrftum alla vega að senda hann á námskeið í siðfræði sem telur svona vinnubrögð eðlileg.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 13.7.2009 kl. 22:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.