14.7.2009 | 00:07
Mér er hálfeinkennilega innanbrjósts...
...eftir allar þær neikvæðu og stundum hörmulegu fréttir sem hafa dunið á okkur daglega þá kom fréttin sem vermdi gömlu slitnu hjartaræturnar.
Skólar bjóða Íslendingum afslátt.
Evrópski hönnunarskólinn Instituto di Design (IED) býður íslenskum nemum að greiða skólagjöldin fyrir skólaárið sem nú fer í hönd á genginu 145 krónur fyrir evruna, en gengið er núna, samkvæmt upplýsingum frá Kaupþingi, um 180 krónur.
Arnþrúður Jónsdóttir, sölustjóri Lingo, sem hefur milligöngu um skólavist, segir að þessi gjaldeyristrygging sé einungis í boði fyrir Íslendinga.
Hugsið ykkur, Egptaland er nú ekki beinlínis við bæjardyrnar hjá okkur en samt eru þeir sér meðvitaðir um þær hörmungar sem dynja á okkur hérumbil daglega, orsakaðar af tiltölulega fámennum hóp fjárglæframanna sem hafa einskis svifist til að auðgast á kostnað annarra. Ég gæli enn við hugmyndina um gapastokkana og gaddavírssvipurnar á Austurvelli sem ég bloggaði um fyrir margt löngu síðan.
Einhverjum kann finnast ég vera úr hófi fram hefnigjarn, það er ég ekki, en að mínu mati er engin refsing of þung fyrir þá menn sem eiga sök á því ástandi sem við búum við í dag.
Góða nótt og Guð veri með ykkur.
Skólar bjóða Íslendingum afslátt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.