15.7.2009 | 09:07
Bæjarstjórastaða skilaði tugmilljónum.
Ragnheiður Ríkharðsdóttir hagnaðist um tugmilljónir króna þegar Leirvogstunga var tekin fram fyrir annað landrými í Mosfellsbæ og lagt undir byggð. Sjálf átti hún hluta af landinu og er fjölskylduvinur landeigendanna sem keyptu síðar af henni íbúðarhús.
Frændapólitík?
Sérhagsmunir landeigenda og skipuleggjenda kunna að hafa verið í fyrirrúmi þegar land Leirvogstungu var tekið fram yfir annað skipulagt landsvæði til íbúðabyggðar í Mosfellsbæ. Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þáverandi bæjarstjóri Mosfellsbæjar, var meðal landeigenda í Leirvogstungu og seldi sinn skika undir einbýlishúsalóðir. Vorið 2006 var áætlað að hún hefði hagnast persónulega um allt að 100 milljónir króna á því að Leirvogstunga var felld undir skipulag og lóðir seldar þar undir sérbýlishúsahverfi.
Sumt fólk kann bara ekki að skammast sín.
Skyldi hún sofa vel nú á þessum síðustu og verstu tímum?
Sennilega, siðblindan virðist allsráðandi.
Þar til næst.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.