Rússar samþykkja lán til Íslands.

Rússnesk stjórnvöld hafa ákveðið að veita Íslandi lán upp á 500 milljónir dollara eða 64 milljarða kr. Þetta kemur fram á vefsíðuunni barentobserver.com.

Fram kemur í umfjöllun barentobserver.com að þótt Rússar hafi lítil efnahagsleg tengsl við Ísland sé landið mjög áhugavert fyrir Rússa vegna legu þess. Þar að auki er talið að rússnesk fyrirtæki hafi fjárfest mikið í efnahagslífi Íslendinga.

Það er gleðilegt að heyra að við skulum, þrátt fyrir allt, hafa lánstraust hjá stóra bróður í austri.

Þó vakna ýmsar spurningar.

Í fréttinni kemur fram að Rússar hafi fjárfest mikið í í íslensku efnahagslífi.

Hvar, hvenær, hvernig?

Skyldu þeir kannski hafa fjárfest í íslenskum bruggverksmiðjum?

Skyldu þeir hafa fjárfest í íslenskum sjávarútvegi??

Skyldu þeir kannski hafa fjárfest í peningaþvottavélum???

Jamm, spurningarnar eru margar.

Þar til næst.

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband