Áfall fyrir áform stjórnvalda um endurreisn.

Synjun Evrópska fjárfestingarbankans á láni til virkjanaframkvæmda Orkuveitu Reykjavíkur er áfall fyrir áform stjórnvalda um endurreisn efnahagslífsins, að mati stjórnarformanns Orkuveitunnar.

Þessi frétt ætti ekki að koma neinum á óvart.

Hún sýnir okkur bara það sem öllum ætti að vera kunnugt.

Við erum búin að gera svo langt upp á bakið að lánstraustið er fokið út í veður og vind.

Það er þó ljósglæta í myrkrinu, Werner bræðurnir eru úti að skíta. Þeirra bíður ekkert annað en tugthúsið og þetta er bara byrjunin.

Ég hef trú á því að þessir fjárglæframenn verði nú tíndir upp einn af öðrum og þeim komið á þann stað sem hæfir þeim best.

Þar til næst.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband