Gjaldþrotið hjá Gott fólk er upp á tæpar 300 milljónir.

Gjaldþrot auglýsingastofunnar Góðs fólks nemur hátt í 300 milljónum króna. Félagið á aðeins fjórar milljónir upp í 50 milljóna kröfu vegna launa og lífeyrissréttinda starfsmanna. Eigandi auglýsingastofunnar var Karl Wernersson.

Þetta kemur fram í frétt á RUV um málið.

Ennfremur segir í frétt RUV að í búinu séu nánast engar eignir, aðeins tölvur og húsgögn. Í þrotabúinu eru aðeins til fjórar milljónir króna upp í kröfurnar því þarf ábyrgðarsjóður launa að bæta starfsmönnunum launatapið að hluta.

Ég bíð í ofvæni.Angry

Já, ég bíð eftir því að sjá þessa menn fangelsaða ásamt reyndar hóp annarra líka.

Þar til næst.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Guðjónsson

Hlýtur að hafa farið í reksturinn og gott kaup starfsmanna.Er ekki viss um að Karl hafi tekið neitt út úr þessu fyrirtæki, en þeir fengu 230.000.000. kr. lán án nokkurra

trygginga.Mín tilgáta er að ´´ arður ´´ af Sjóvá hafi farið dálítið í svona fyrirtæki sem hann átti líka. Held t.d. að svona rekstrarmódel eins og auglýsingastofa þar sem allir eru með milljón plús í kaup á mánuði gengur ekki upp nema unnið sé bara fyrir graða banka.Banka sem gátu ekki heldur gengið m.v. tekjur og útgjöld. 

Einar Guðjónsson, 19.7.2009 kl. 18:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband