19.7.2009 | 22:08
Brottrekinn útibússtjóri: „Ekki hægt að sanna neitt“.
Það er margt skrýtið í kýrhausnum.
Guðmundur Ingi Hauksson, fyrrverandi útibússtjóri Landsbankans í Austurstræti, getur ekki skýrt af hverju rúmar 7 milljónir króna fóru af reikningi eignarhaldsfélagsins Knerris og inn á reikninga fyrrverandi eiginkonu hans og samstarfsfélaga.
Guðmundur Ingi Hauksson, fyrrverandi útibússtjóri Landsbankans í Austurstræti, var rekinn úr starfi í byrjun júní eftir að upp komst að hann hefði brotið starfsreglur bankans. Talið er að Guðmundur hafi látið viðskiptavin bankans leppa hlutabréfakaup í bankanum í skiptum fyrir lánafyrirgreiðslu.
Rúmar sjö milljónir króna voru lagðar inn á bankareikninga fyrrverandi eiginkonu hans, Sigríðar Sveinsdóttur, og fyrrverandi samstarfsfélaga, Sigurðar Björns, af reikningi eignarhaldsfélagsins Knerris síðla árs 2005.
Aðspurður segir Guðmundur, "Ég hef ekki hugmynd um það. Ég get ekki útskýrt það fyrir einhverja aðra af hverju þeir leggja peninga inn á einhverja reikninga.
Manntetrið hefur greinilega ekki haft hugmynd um það sem fór fram innan bankaútibúsins.
Guðmundi var sagt upp störfum í byrjun júní eftir að eigandi Knerris, Ólafur Kjartansson, hafði greint innra eftirliti Landsbankans frá því að hann og Guðmundur hefðu komist að samkomulagi um Knerrir leppaði hlutabréfakaup í Landsbankanum fyrir Ólaf í skiptum fyrir lánafyrirgreiðslu frá bankanum. Guðmundur segir hins vegar að slíkt samkomulag hafi aldrei verið gert.
Aldrei?
Kommon Guðmundur.
Samkvæmt heimildum DV sendi Ólafur Kjartansson innra eftirliti Landsbankans bréf í byrjun júní þar sem greindi frá því að greiðslurnar út af reikningi Knerris hefðu í raun verið greiðslur til Guðmundar Inga sem hann hefði fengið fyrir að veita Knerri um 40 milljóna króna lán til fjárfestinga frá Landsbankanum.
Bréfið var sent eftir að samningaviðræður Ólafs við Landsbankann um útistandandi skuldir hans við bankann höfðu runnið út í sandinn.
Guðmundur segir söguna ekki sanna en hann getur aftur á móti ekki útskýrt greiðslurnar frá Knerri til Sigríðar og Sigurðar.
Segjum að þessi saga sé sönn þá er enginn sem tapaði á þessum viðskiptum... Það er ekki hægt að sanna eitt eða neitt á mig, segir Guðmundur Ingi.
Þetta kallar maður nú að bíta höfuðið af skömminni.
Er vesalings garmurinn stórlega greindarskertur eða er þetta bara siðblinda á hæsta stigi?
Af hvurju í fj....... hefur drengstaulinn ekki verið sóttur til saka enn?
Það er jú komið á sjöundu viku síðan hann var rekinn og málið fór inn á borð hjá Fjármálaeftirlitinu og efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra.
Þar til næst.
Athugasemdir
Ástæðan hlýtur að vera sú að ALLT valdakerfið er svo rotið að enginn þorir að hrófla við steini af ótta við að upp komist um þá sjálfa.
Kolla (IP-tala skráð) 19.7.2009 kl. 22:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.