Frá Litla Hrauni yfir á Kvíabryggju?

 

Fyrrverandi starfsmenn Milestone, sem átti tryggingafélagið Sjóvá, aðstoða nú fjármálaráðuneytið við endurskipulagningu sparisjóðanna. Milestone-mennirnir fyrrverandi starfa hjá ráðgjafafyrirtækinu Möttli ehf.. sem er í eigu Guðmundar Ólasonar, fyrrverandi forstjóra Milestone, Arnars Guðmundssonar, fyrrverandi fjármálastjóra Milestone, Jóhannesar Sigurðssonar, fyrrverandi aðstoðarforstjóra Milestone, og Guðmundar Hjaltasonar.

Þarna er öll flóran samankomin.

Sérsvið ráðgjafafyrirtækisins er fjárhagsleg endurskipulagning og endurreisn fyrirtækja. Áður en Guðmundur hóf störf hjá Milestone var hann meðal annars sérfræðingur í fjármálaráðuneytinu og ritari einkavæðingarnefndar.

Hmmm, endurreisn fyrirtækja?

Hvað varð annars af Milestone fyrirtækinu?

Hvað með endurreisn þess fyrirtækis?

Þær eru margar spurningarnar sem vakna.

Þar til næst.

 

 

 


mbl.is Frá Milestone í endurreisn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvaða sparisjóðir báðu "ekki"  um styrk?  Er einhver sem getur upplýst það?

Jóhanna (IP-tala skráð) 25.7.2009 kl. 08:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband