Það rofar til.

 

Kaupþing mun ekki ganga að tilboði Björgólfsfeðga um niðurfellingu helmings sex milljarða króna skuldar þeirra við bankann. Málið er komið í innheimtuferli.

Það vefst reyndar aðeins fyrir mér þetta orð "tilboð."

Skyldi ég geta gert bankanum mínum svona "tilboð"?

Varla.

Það liggur í augum uppi að kúlulánþeginn Finnur Sveinbjörnsson hefur séð ljósið.

Hann hefur að öllum líkindum gert sér grein fyrir að hefði hann gengið að "tilboði "þeirra  Bjögganna hefði honum ekki verið vært hérlendis.

Hægt verður að ganga að eignum Björgólfs Thors hér á landi verði hann ekki borgunarmaður fyrir skuldinni við Kaupþingi, en slíkt sé þó oft erfiðleikum háð.  Björgólfur Guðmundsson var  lýstur gjaldþrota fyrr í lok júlí.

Þarna er annað atriði sem vefst fyrir mér.

"Erfiðleikum háð?

Er verið að hafa okkur sauðsvartan almúgann að fíflum?

Það reyndist Bretum  ekki neinum erfiðleikum háð að skella á okkur hryðjuverkalögum, með einu pennastriki.

Hverjir skyldu þá erfiðleikarnir vera hérlendis?

Hvar skyldi annars snekkjan hans Björgólfs Thórs vera skráð?

Svo maður spyrji nú bara.

Þar til næst.

 

 

 

 

 

 


mbl.is Milljarðalán Björgólfsfeðga í innheimtu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Finnur Bárðarson

Erfiðleikarnir eru fólgnir í vinatengslum

Finnur Bárðarson, 17.8.2009 kl. 21:00

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Vinur segir til vamms. Ef vinur minn væri búinn að setja íslensku þjóðina á hausinn fengi hann sko aldeilis að finna til tevatnsins. Þetta er spurning um hvenær vinur þinn hættir að vera vinur þinn og er byrjaður að vera þér og öðrum til vandræða, þá er rétt að grípa inn í.

Guðmundur Ásgeirsson, 17.8.2009 kl. 23:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband