19.8.2009 | 18:46
Veruleikafirring af svæsnustu sort.
Nú er mælirinn fullur.
Er siðblindan svo algjör að menn sem áttu þátt í þroti bankans skuli nú dirfast að fara fram á bónus greiðslur upp á allt að 10 milljarða?
Eru þetta ekki sömu mennirnir sem skömmtuðu sér ofurlaun vegna þeirrar miklu ábyrgðar sem þeir báru?
Hvar er ábyrgðin í dag?
Það er enginn hörgull á vel menntuðu og hæfu fólki sem er vel í stakk búið að taka að sér stjórnarstörf í fjárfestingarbankanum Straumi.
Ég mæli eindregið með því að þessir, núverandi stjórnendur Straums, verði látnir taka pokann sinn hið fyrsta.
Hvernig hefur það atvikast að sakamaðurinn Óttar Pálsson skuli í dag vera forstjóri Straums?
Maðurinn hefur ekki hreinan skjöld.
Þann 19. mars 2004 var hann af Fjármálaeftirlitinu sektaður vegna innherjaviðskifta .
Á þeim tíma starfaði hann fyrir lögfræðistofuna Logos. Sektin var upphaflega ákveðin 500.000 kr. en með áfrýjunum tókst honum að koma henni niður í 50.000 kr.
Ég bendi á :http://www.vidskiptaraduneyti.is/UrskVegnaFjarmala/nr/1788.
Útlitið er ekki gott.
Nú er bara að bíða... og vona hið besta.
Þar til næst.
Hljómar eins og fjárkúgun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það er staðreynd að stór hluti þessara einstaklinga hafa alvarlegar geðraskanir, sem lýsa sér maðal annars í óþrjótandi græðgi í völd og peninga, sem skapar aftur siðblindu á hæsta stigi. Þessir einstaklingar eiga allir að vera inn á geðdeild undir ströngu eftirliti og í meðferð. Vandamálið með þessa menn er að þeir eru SCHIZO og geta sannfært fólk endalaust og þess vegna hafa þeir komist svona langt í samfélaginu.
V. Jóhannsson (IP-tala skráð) 19.8.2009 kl. 20:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.