1.9.2009 | 13:20
Kaupþingsprinsinn eignalaus?
Bandaríska sendiráðið hefur tekið á leigu rúmlega 200 fermetra glæsivillu í Skerjafirðinum, nánar tiltekið í Skildinganesi 25. Eigendur villunnar eru Helga María Garðarsdóttir og Birna Geirsdóttir, eiginkona og tengdamóðir Kaupþingsprinsins Ingvars Vilhjálmssonar.
Asskoti hvað hann Ingvar pjakkurinn er vel giftur.
Ingvar og eiginkona hans Helga María hafa flutt sig yfir götuna í Skildinganes 44 sem er nýbyggð 450 fermetra höll á sjávarlóð.
Hvað skyldi eiginkonan nú starfa?
Ingvar var einn af aðalmönnunum í Kaupþingi þegar bankinn féll. Hann átti hlutabréf í bankanum að verðmæti rúmlega tveir milljarðar við fall bankans og vakti athygli að hann breyttist skyndilega í eignarhaldsfélagið Ingvar Vilhjálmsson ehf á hluthafalista bankans daginn áður en bankinn fór í þrot í október á síðasta ári. Á sama tíma skráði hann höllina í Skildinganesi 44 á eiginkonu sína. Hann er hættur störfum hjá bankanum.
Skyldi svona mál ekki eiga erindi inn á borð hjá sérstökum saksóknara?
Þar til næst.
Heimildir: Vísir 01.sep.2009 kl.11:45
Athugasemdir
Það eru klárlega heimildir fyrir riftun á öllum slíkum málamynda "last minute" björgunaraðgerðum.
Eins og þú lýsir þessu hér að ofan, virðist þetta borðliggjandi. Skilanefnd gamla Kaupthings, hlýtur að standa í ströngu að "vélrita" þessar riftunarkröfur málamyndagjörninga sem gerðir voru 10 mínútur fyrir hrun. En mikið svakalega þarf það að taka langan tíma.
Jenný Stefanía Jensdóttir, 1.9.2009 kl. 14:30
Þetta er alveg ótrúlegt að lesa. Ósvífnin er alveg ótrúleg.......
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 2.9.2009 kl. 01:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.