8.9.2009 | 22:11
Eru ósvífninni engin takmörk sett?
Skiptastjóri hefur hafnað rúmlega 8 milljarða króna kröfum Gaums og Haga í þrotabú Baugs Group en bæði fyrirtæki eru í eigu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og fjölskyldu.
Eftir öllu að dæma þá virðist drengstaulinn J.Á.J. enn lifa í 2007.
Það er af sem áður var.
Hringekjan er farin að hægja á sér og vonandi tekst yfirvöldum loksins að komast í veg fyrir kennitöluflakkið og um leið að uppræta öll þessi skúffufyrirtæki sem hafa þjónað þeim einum tilgangi að koma aurum fjárglæframannanna undan skatti.
Ég bíð óþreyjufullur eftir þeim degi þegar J.Á.J. og fleiri hans líkar sitja í réttarsalnum.
Þar til næst.
Milljarðakröfum Gaums og Haga hafnað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.