10.9.2009 | 23:01
Athyglisvert, mjöög athyglisvert.
Kæra á hendur blaðamönnum er ekki rétta leiðin til að tryggja leynd um trúnaðargögn, sagði Gylfi Magnússon, viðskiptaráðherra.
Gylfi vék að málum blaðamannanna fimm sem voru sakaðir af FME um að hafa brotið bankaleynd en kærum á hendur þeim hefur nú verið vísað frá af Birni L. Bergssyni, settum ríkissaksóknara vegna mála sem tengjast bankahruninu.
Frábært.
Þá ættu saksóknarar, settir eður ei, að geta snúið sér að málum sem virkilega skipta okkur miklu, þ.e. að rannsaka mál þeirra fjárglæframanna sem í skjóli bankaleyndar blóðmjólkuðu þjóðina.
Einn þeirra, Jón Ásgeir Jóhannesson gekk jafnvel svo langt í þættinum "Silfur Egils" á síðasta ári að halda því fram að hann kannaðist ekkert við eyjuna Tortola.
Gott og vel en það kom svo á daginn að helsta eignarhaldsfélag hans, Gaumur Holding, er stofnað á Tortola og talsverðar eignir geymdar þar.
Skyldi drengurinn vera svona illa að sér í landafræði?
Það er ekki eins og við séum að tala um Vestmannaeyjar.
Að lokum kemur hér smáklausa.
Gylfi ítrekaði að ekkert skjól yrði veitt þeim sem hefðu eitthvað að fela fyrir eftirlitsaðilunum. Gagnsæi væri lykilatriði.
Mér finnst nú ósköp lítið fara fyrir gagnsæi þessa dagana sama í hvaða horn er litið.
Þar til næst.
Ekki skjól óheiðarlegra fyrirtækja | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.