"Góðir hlutir gerast hægt...

 

...en gerast samt."

Hér með bið ég alla hlutaðeigandi afsökunar, hafi ég höggvið fullnærri þeim í fyrri bloggfærslum mínum, þar sem ég hef grenjað um seinagang réttvísinnar.

Nú- loksins- er komið á daginn að unnið er á fullu á bak við tjöldin-eðlilega- að rannsóknum vegna fjármálahrunsins á Íslandi.

Haft er eftir Ólafi Haukssyni, sérstökum saksóknara, að enda þótt hann geti ekki fjallað um einstök dæmi, „liggi margar leiðir til Bretlands.“

Fundur Ólafs Haukssonar og ráðgjafa hans Evu Joly með fulltrúum Serious Fraud Office, efnahagsbrotalögreglunni bresku og yfirmanni hennar, Richard Alderman á örugglega eftir að skila góðum árangri.

Loksins hefur maður eitthvað að gleðjast yfir.

Þar til næst.

 

 

 

 

 

 


mbl.is Áætlar að 60-70 hrunmál komi til rannsóknar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband