Að teygja lopann.

 

Fyrir nokkrum árum bar Baugsmálið efst á góma og þá ekki síst vegna lögmanna hinna ákærðu sem tókst að teygja og þvæla allar ákærur fyrir dómstólum árum saman.

Fljótt á litið virðist sagan vera að endurtaka sig.

Þeir félagar Hreiðar Már Sigurðsson, Ólafur Ólafsson og Sigurður Einarsson, fyrrum stjórnendur Kaupþings og forsvarsmenn Q Iceland Finance, eru greinilega að leika sama leikinn.

"Verjendur sakborninganna þriggja óskuðu eftir því í ágúst að fá afhent afrit af öllum rannsóknargögnum málsins sem höfðu bæst við eftir afhendingu rannsóknargagna 2. júlí."

"Með bréfi 17. ágúst kröfðust verjendur þess, að héraðsdómur úrskurðaði um skyldu saksóknara til að afhenda sér afrit af skýrslum á hljóð- og mynddiski af öðrum sakborningum og vitnum í málinu."

Takið eftir dagsetningunum.

Þessu höfnuðu reyndar bæði Héraðsdómur og Hæstiréttur.

Það verður fróðlegt að sjá hver  mótleikur þeirra þremenninga verður.

Þar til næst.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


mbl.is Skýrslur vegna rannsóknar á Q Iceland Finance ekki afhentar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband