25.9.2009 | 09:46
Bloggvinirnir hverfa...
...hver á fætur öðrum.
Sjálfur hef ég nú ekki hugsað mér til hreyfings. Það væri þá ekki nema umsjónarmönnum bloggsins þætti ég of kjaftfor og hreinlega lokuðu síðunni minni.
En hver á þá að ausa skítnum yfir "útrásarvíkingana"?
Ég bara spyr.
Kunningi minn var að skamma mig fyrir óvönduð vinnubrögð og jafnvel enn verra orðbragð og klykkti svo út með þeim orðum að ef ég héldi áfram að versna þá fengi ég fyrr eða síðar bágt fyrir.
Hafi hann haft í huga klögumál eða jafnvel kærur þá er ekkert að óttast því miðað við ganghraða hins íslenska réttarkerfis þá verð ég að ölllum líkindum kominn í krukku einhversstaðar í Fossvogskirkjugarðinum, þegar þar að kemur.
Nóg um það, nú ætla ég að hefja leit að bloggvinunum, vissi ekki að Bloggheimar væru svo stórir.
Þar til næst.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.