Þeim fer fjölgandi...

 

...sem gátu bjargað sér fyrir horn svona ca. rétt fyrir hrun.

Eins og ég hef alltaf haldið fram, "Það þarf ekki að grafa djúpt..."

En að um innherjaviðskipti hafi verið að ræða, nei því trúi ég ekki.

"Fréttastofa RÚV skýrði frá því í síðustu viku að hún hefði heimildir fyrir því að karlmaður, sem keypti stofnfjárbréf í SPRON fyrir fimm milljónir króna sumarið 2007, hefði fengið upplýsingar um hver væri seljandinn. Maðurinn var upplýstur um það að seljandi bréfanna hefði verið Hildur Petersen stjórnarformaður sparisjóðsins."

Tilviljun.

"Það kom fram á sínum tíma að auk Hildar hafi stjórnarmennirnir Gunnar Þ. Gíslason og Ásgeir Baldurs selt eigin bréf í SPRON sumarið 2007."

Enn meiri tilviljun.

Rétt eins og tölurnar í risalottóinu í Rúmeníu á dögunum (var það ekki örugglega Rúmenía?)

Sömu tölur tvær vikur í röð. Annað eins getur nú gerst.

Ég hef ekki trú á að fólk fari að ræða (innherja) viðskipti þegar það er lagst á koddann.

Onei.

Þar til næst.

 

 

 


mbl.is Eiginmaður Hildar seldi stofnbréf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband