25.9.2009 | 21:16
Að selja og framselja.
"Óvissa um fiskveiðistjórnunarkerfið."
Ég hjó eftir þessari setningu sem Ásmundur Stefánsson, bankastjóri Nýja Landsbankans (NBI) sagði á aðalfundi Samtaka fiskvinnslustöðva .
Ég veit ekki hreint út sagt, hvað hann á við.
Hann segir reyndar að kaup á kvóta á skipum væri í 54 prósent tilfella ástæða vanda sjávarútvegsfyrirtækja.
Skyldi honum vera kunnugt um kvótabraskið?
Skyldi honum vera kunnugt um þá erfiðleika sem kvótakaupandinn þarf að glíma við?
Skyldi honum vera kunnugt um kostnaðinn sem fylgir því að halda uppi tveimur fjölskyldum?
Svo ég skýri mál mitt nánar, þá þarf "litli maðurinn", sem leigir kvótann, að framfleyta fjölskyldu sinni á sama tíma og hann framfleytir "kvótagreifanum" sem veltir sér upp úr vellystingum erlendis og oftar en ekki á Florida.
Já, þær eru ansi margar spurningarnar sem aldrei verður svarað.
Ef imprað er á einhverju í tengslum við kvótakerfið þá er engu líkara en maður hafi stigið á halann á heilagri indverskri belju.
Ég var fullur bjartsýni þegar ég flutti til Íslands fyrir átta árum, eftir margra ára fjarveru, en því miður þá fæ ég ekki séð að breytinga sé að vænta, sama hvaða stjórn situr við völd.
Þá vitið þið það.
Þar til næst.
Kvótakaup vandi sjávarútvegs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.