29.9.2009 | 01:52
Við bíðum og vonum líka Steingrímur.
Höfum reyndar beðið lengi.
Mjög lengi.
Á sama tíma og verið er að hneppa okkur, börnin okkar og barnabörnin í skuldaáþján, þá sporta upphafsmenn þessar skuldar,Björgólfarnir, í Cannes og þykjast meiri en þeir eru.
Þá á ég að sjálfsögðu við yngra kvikindið.
Það hefur löngum þótt loða við landann að reyna að sýnast stærri en hann er.
Við, óbreyttur almúginn, erum neydd til þess að borga óreiðuskuldir þessa fjárglæframanna.
Gott og vel. EN, ég hef ekki stofnað til þessara skulda og ég harðneita að borga þær.
Þó svo það hafi í för með sér brottflutning af landinu.
Ég krefst þess að þeir Björgólfarnir verði dregnir til saka og látnir borga það sem þeim ber að borga.
Að þeir skuli enn, tæpu ári eftir bankahrun, ganga lausir er ofvaxið mínum skilningi.
Hvað er eiginlega í gangi?
Hvað er verið að fela?
Þær eru ótal margar spurningarnar sem brenna mér á vörum en svör fást ekki.
Hugsum um þetta.
Þar til næst.
Vonast eftir Icesave niðurstöðu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Glæpamennirnir ganga lausir vegna þess að þeir voru búnir að kaupa sér frið hjá spillingarstjórn Geirs og Sollu spilltu.
Árni Karl Ellertsson (IP-tala skráð) 29.9.2009 kl. 12:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.