16.10.2009 | 23:56
Götuvændi?
Kemur engum á óvart nema kannski ríkislögreglustjóra.
Vændi hefur viðgengist allar götur frá því stóri bróðir að "westan" sté hér á land. Að öllum líkindum mun fyrr þó ekki finnist heimildir þar að lútandi.
Þá dunaði dansinn á Borginni.
Það kom berlega í ljós þegar þessi ólánssama stúlka frá Litháen komst á forsíður dagblaðanna að lögreglan var alls ekki í stakk til þess búin að taka á slíku máli.
Hvað veldur?
Við Íslendingar erum ekki bara smáþjóð sem býr lengst norður í rassgati, það sem gerist í hinum stóra heimi , gerist líka hér.
Samanber glæpagengin sem hafa hreiðrað um sig hérlendis og virðast hafa fengið að gera það óáreitt.
Hvenær verður tekið á þessum málum af einhverri alvöru?
Þokkalegt ástand eða hitt þó heldur. Þvuh.
Þar til næst.
Götuvændi stundað í Reykjavík | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég hef heyrt af einni svartri ungri konu sem gengur upp og niður Laugaveginn og falbýður sig karlmönnum á kvöldin..
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 17.10.2009 kl. 00:42
Örugglega ein af þeim sem hefur verið þvinguð til vændis, en hvað gerir lögreglan?
P.S. Hvernig líst þér annars á nýja "lúkkið" á síðunni minni?
Ég er að smá fikra mig áfram.
Þráinn Jökull Elísson, 17.10.2009 kl. 01:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.