Hæst bylur í tómum tunnum.

Nú fara þeir mikinn formenn Framsóknaríhaldsins og lýsa því yfir með tilheyrandi orðskrúði að niðurstaðan í Icesave málinu sé óviðunandi.

Ekki við öðru að búast úr þeim herbúðum.

Mér þætti hinsvegar fróðlegt að vita hvort þeir telji sig hafa getað gert betur og hvernig þá.

Ekki hef ég rekist á neinar tillögur þar að lútandi, alla vega engar sem glóra er í.

Þess má að lokum geta að það var Sjálfstæðisflokkurinn sem skuldbatt okkur Íslendinga til að fara samningaleiðina vegna Icesave, í desember á síðasta ári.

Þar til næst.


mbl.is Óviðunandi niðurstaða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

En yfir það heila ,,stjórnmálamenn'' Guð minn góður.

gunna (IP-tala skráð) 18.10.2009 kl. 22:08

2 Smámynd: Axel Pétur Axelsson

Þetta kallast að kasta steinum úr Samspillingaglerhúsinu og Vinstri SnúSnú kristalshöll. Það hefur nú ekki verið nokkur möguleiki að draga þessa ríkisÓstjórn af bankaruslahaugunum til að hjálpa almenningi, enda má vitna í Ingibjörgu SólSturluðu, að við séum ekki þjóðin heldur væntanlega þið í ríkisÓstjórnarelítunni.

Sennilega er kominn tími til að stofna Ísland 2.0

Axel Pétur Axelsson, 19.10.2009 kl. 11:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband