Hver er að ljúga?

Örvæntingarfullar tilraunir Kaupþingsmanna til að réttlæta gjörðir sínar minna helst á kattarskömmina mína þegar hún er að reyna að klóra yfir kúkinn í kassanum sínum, þegar ég gleymi að skipta um sand hjá henni.

Þær eru margar ansi góðar klausurnar í þessari frétt sem sýna okkur og sanna að þrátt fyrir hryðjuverkalög höfðu Bretar þó nokkuð til síns máls.

Reyndar allmikið, svo mikið að ég veit varla hvar byrja skal.

Ég ætla samt að gera smá tilraun.

Kaupþingsmenn héldu því fram að aðgerðir breskra stjórnvalda, að færa Edge innlánsreikningana til hollenska netbankans ING Direct hefðu verið ólögmætar, skaðað móðurbankann á Ísland og valdið falli hans.

Stór orð sem að sjálfsögðu féllu í grýttan jarðveg.

Þetta er ekki búið enn, langt í frá, því áfram dunaði "hrunamanna"dansinn.

Hér kemur ein lygin enn. "Bankinn sagðist hafa samið við breska fjármálaeftirlitið um að afla 1,25 milljarða punda, jafnvirði um 250 milljarða króna á núverandi gengi, en fjármálaráðuneytið breska hefði gripið til aðgerða áður en frestur rann út.

Þarna er verið að brigsla breska fjármálaráðuneytinu um óheiðarleika sem -  burtséð frá öllum öðrum bömmerum sem þeim Kaupþingsmönnum tókst að afreka -  er saknæmt athæfi

Spillingin og viðbjóðurinn, sem hægt er að lesa úr hverri einustu línu, á sér engin takmörk.

Svona mætti halda áfram í það óendanlega, en það sem mér leikur hugur á að vita er, hvar eru þeir Kaupþingsstjórar í dag?

Hafa þeir fengið stöðu grunaðra eða velta þeir sér upp úr vellystingum einhversstaðar erlendis?

Þær eru margar spurningarnar sem kannski fást seint eða aldrei svör við.

Þar til næst.

 

 

 

 

 

 


mbl.is Mál Kaupþings óraunhæft
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband