Æ, þessi taumlausa auragræðgi...

...sem mér virðist ætli að ganga af landanum dauðum.

Nú berast oss þær fréttir að millistjórnendur gamla Landsbankans geri milljónakröfur í þrotabúið vegna kaupréttarsamninga og hæsta krafan er upp á litlar fjögur hundruð milljónir.

Það eru dágóð laun.

Ef minnið svíkur mig ekki þá voru ofurlaunin réttlætt með þeirri -ofur-ábyrgð sem hvíldi á -ofur- veikburða herðum stjórnenda Landsbankans, og reyndar fleiri banka.

Nú, þegar allir gömlu bankarnir eru komnir á hausinn, þá rísa starfsmenn upp, allir sem einn, bíta misskemmdum tönnum í skjaldarrendurnar og krefjast bóta.

Hvað varð annars af -ofur-ábyrgðinni?

Óbreyttur borgari Nýja-Íslands ber ábyrgð á gerðum sínum, þ.e. ef ég stel skinkubréfi þá fýk ég að öllum líkindum inn á Hraunið.

Var annars nokkuð verið að tala um siðblindu?

Í Vísis fréttinni segir orðrétt:

" Starfsmennirnir krefjast bóta vegna þess að þeir hefðu átt rétt á að kaupa hlutabréf í gjaldþrota fyrirtæki."

Hvað varð af sómatilfinningunni?

Ég bíð í ofvæni eftir niðurstöðu þessa máls.

Nú skulum við hinsvegar snúa okkur að málefnum sem snerta blessaðar mjólkurkýrnar okkar.

Nú er mér tjáð að stærsti jarðaeigandi landsins sé fasteignafélag  sem ku vera í eigu nokkurra auðmanna sem ég ,eftir á að hyggja, efast um að viti hvað snýr fram og aftur á blessaðri kúnni.

Í stjórn félagsins eru taldir upp menn sem allir eiga það sameiginlegt að tilheyra "elítunni." Sem segir mér að einn óbreyttur , eins og ég, á ekki upp á pallborðið hjá þeim háu höfðingjum nema þá kannski sem fjósamaður.

Svo er talað um beingreiðslur frá íslenska ríkinu upp á litlar fimmtíu milljónir króna sem reiknast út frá mjólkurkvótanum.

Það hefur margt breyst frá því ég var að alast upp í sveitinni. Þá voru til bændur sem höfðu hugsjón. Í dag virðst mér hugsjónin vera sú að græða, já og græða meira, en á hvers kostnað?

Að lokum, lifi hið nýja og óspillta Ísland og þar til næst.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Ó jú félagi, rétt munað; ofurlaunin áttu að endurspegla ofur-ábyrgðina.

Því er hægt að afgreiða þessar ábyrgðarlausu kaupkröfur á sama hátt og skuldir bankanna og hlutabréfaeign hluthafanna.  AFSKRIFA þær.

Jenný Stefanía Jensdóttir, 4.11.2009 kl. 21:54

2 identicon

eru það ekki fimmtíu milljónir fyrir hvert HÁLFT% af mjólkurkvótanum ?

zappa (IP-tala skráð) 5.11.2009 kl. 01:12

3 Smámynd: Þráinn Jökull Elísson

Fimmtíu millur fyrir hvert eitt% af kvótanum.

Þráinn Jökull Elísson, 5.11.2009 kl. 14:59

4 identicon

Ætli það sé ekki hægt að dæma þessa kröfu útaf borðinu, vegna græðgi.

Er Græðgi ekki eina af dauðasyndunum. Dansinn kringum gullkálfinn.

Sigrún Jóna (IP-tala skráð) 5.11.2009 kl. 16:30

5 Smámynd: SeeingRed

Manni verður hálfbumbult af þessum skorti á sómakennd, það verður æ ljósara að sumt fólk kann ekki að skammast sín, síngirnin er ofar flestu og blygðunarlaus.

SeeingRed, 5.11.2009 kl. 19:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband