Af umgengni útrásarvíkinga og venjulegra víkinga.

"Eitt brýnasta verkefni Þingvallanefndar í friðlandi þjóðgarðsins, er að taka á ömurlegri umgengni við hálfkarað sumarhús Ágústs Guðmundssonar, Bakkavararbróður, segir formaður nefndarinnar. Ruslið verður ekki fjarlægt í vetur."

Fjársvelt Þingvallanefnd þarf að takast á við sóðaskap eins útrásarvíkinganna sem augljóslega hefur enn ekki lært að þrífa afturendann að lokinni tilheyrandi athöfn.

Í frétt Vísis kemur fram að um er að ræða ófá tonn af drasli sem enn liggja eftir plús allt það rusl sem fokið hefur út á vatnið.

Nú er ég að velta fyrir mér, hvað ef mér óbreyttum borgara Nýja-Íslands yrði nú á að fleygja frá mér hálfétinni pulsu (pylsu ) ásamt tilheyrandi umbúðum, á þessum helgasta stað þjóðarinnar. Skyldi ég ekki fá skömm í hattinn og jafnvel smásekt?

Eins og svo oft áður, þegar reynt er að ná í skottið á viðkomandi aðilum , jah, þá næst ekki í þá.

Kannski væri fréttamönnum ráðlegast að panta viðtal hjá viðkomandi hátign. Sá hátturinn ku vera viðhafður erlendis, t.d. ef maður vill komast í samband við Bretadrottningu eða drottningu Danaveldis eða....

Að vísu hafa þær dömurnar talsmann sem þarf að svara öllum misjafnlega óþægilegum og jafnvel nærgöngulum spurningum.

Það er greinilegt að háttvirtur "Bakka(varar)bróðirinn, "Ágúst Guðmundsson , hefur tileinkað sér þá góðu siði sem tíðkast hjá þjóðhöfðingjum nærliggjandi landa.

Hvuddnin var það annars, er ekki Bakkavör komin á hausinn, já og Exista?

Hvuddnin skyldi Lýður "Bakka(varar)bróðir" fjármagna byggingarkostnaðinn á tæplega eitt þúsund ferm. kofakrílinu þarna í Fljótshlíðinni?

Það segir sig sjálft að maðurinn hlýtur að vera blankur.  Já, staurblankur.

Ég trúi því ekki fyrr en á reynir að um sé að ræða kennitöluflakk.

Ekki á Nýja-Íslandi þar sem gagnsæið og heiðarleikinn átti að vera allsráðandi. O nei.

Lifi Nýja-Ísland og þar til næst.

 

 

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Þá er bara að smala saman snyrtilega þenkjandi íslendingum, skunda á þingvöll og taka til. Táknræn athöfn enda erum við að taka til eftir þeirra efnahagslegu óþrif.

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 6.11.2009 kl. 01:17

2 identicon

Bakkabræður eru Rusl og Lýður

Stefán (IP-tala skráð) 6.11.2009 kl. 13:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband