Víða kemur Björgólfur kallinn við, svo ekki sé minnst á Bónus hyskið.

Ofan á allt annað sem kallinum hefur tekist að áorka á sinni spilltu ævi þá berast oss fréttir af enn áframhaldandi svínaríi.

Kallinum nægði ekki að setja Hafskip á hausinn og í framhaldi af því Útvegsbankann að ógleymdum Landsbankanum og þeim margumtöluðu Icesave reikningum, nei, nú er það Fyrirtækjabréf Landsbankans sem pungaði út með 400 millur.

Alls staðar hefur kallinn troðið puttunum- og komist upp með það.

Stjórnvöld sváfu á verðinum þá og sofa sínum ljúfa Þyrnirósarsvefni enn. Megi þau dreyma vel.

Á meðan grasserar spillingin áfram sem aldrei fyrr.

Í öllum siðmenntuðum löndum væri búið að hneppa þá Björgólfsfeðga í járn fyrir löngu og láta þá svara til saka.

Hér hinsvegar er bið á öllu og því lengri sem biðin er , þeim mun auðveldara verður hægt að hylja sporin.

Eftir að hafa horft á hæstvirtan fjármálaráðherra vorn undanfarna daga kemur mér helst í hug barinn hundur.

Lúbarinn.

Þvílíkt loðin svör benda eindregið til þess að nú sé höfðinginn farinn að draga í land.

Hvað varð af öllum stóru orðunum og fagurgalanum sem á okkur dundi, áður en Steingrímur komst í ríkisstjórn? Hvað varð um gagnsæið og heiðarleikann sem okkur var lofað?

Hvað snertir Bónusfyrirtækið þá jarmar maðurinn um reynslu stjórnenda til að reka fyrirtæki.

Kommon Steingrímur. Hvað með reynslu stjórnenda í gróðabralli, fjármálabraski svo ekki sé minnst á sýndarmennskuna sem blasti við okkur þegar litlir kallar voru að reyna sýnast stórir?

Mér kæmi ekki á óvart að þegar upp verður staðið verði kominn Bónus grís í hvert einasta krumma skuð landsins og Fálkaorðan um háls "útrásarvíkinganna", þó svo ég persónulega hefði kosið að sjá aðra tegund af spotta þar.

Hvað Björgólfana snertir býst ég fastlega við að yngra kvikindið haldi áfram að sóla sig í Cannes og þykjast vera stór kall. Að vissu leyti er hann þó stór, við megum ekki gleyma Icesave reikningunum sem eru að setja okkur á hausinn. Það má kallast afrek út af fyrir sig að koma heilu þjóðfélagi á hausinn, komast upp með það og gefa okkur svo langt nef.

Enn sofa stjórnvöld.

Lifi Nýja og óspillta Ísland sem lengst, og þar til næst. 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heill og sæll; Þráinn Jökull !

Heyr; fyrir hverju orða þinna, nema,......... Steingrím skulum við kalla LÆGSTVIRTAN - ekki hæstvirtan, svo ég leiðrétti nú aðeins.

Með beztu kveðjum; úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 7.11.2009 kl. 01:27

2 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Skottast hér inn líka, síðla kvölds, til að taka undir með bloggvinum mínum báðum.   Pistillinn þinn Þráinn, er kærkomið spark í þá sem eru að sveima á brott frá hugsjónum, réttlæti og sannleika.  Velti því fyrir mér hvort þeir skynji ekki alvarlega undiröldu nýrrar reiðibylgju, sem gæti endað með einhverri þeirri byltingu sem vinur okkar Óskar Helgi úr Árnesþingi, er seinþreyttur við að boða. 

Jenný Stefanía Jensdóttir, 7.11.2009 kl. 02:25

3 Smámynd: Finnur Bárðarson

Átti ekki að velta við hverju einasta sandkorni ?

Finnur Bárðarson, 7.11.2009 kl. 15:31

4 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Á meðan eiga smáfuglar fundi við útibússtjóra, sem gefa engin grið -eða afskriftir- varðandi smáskuldir, sem skilja milli feigs og ófeigs í rekstri venjulegra fjölskyldna.

Þar sannast hið fornkveðna;

Ef þú skuldar bankanum milljón ert þú í vondum málum.

Ef þú skuldar bankanum milljarð er bankinn í vondum málum -og afskrifar skuldina.

Hefur eitthvað breyst, nema þá til hins verra ?

Hildur Helga Sigurðardóttir, 7.11.2009 kl. 17:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband