10.11.2009 | 09:02
Nei, ekki meir.
Þeir eiga heiður skilinn fyrir vel unnin störf, lögreglan fyrir austan fjall.
Nú er þolinmæði mín á þrotum.
Landið okkar er að fyllast af alls kyns óþjóðalýð sem veður hér uppi og yfirvöldin virðast standa ráðalaus.
Hvað veldur?
Svo ég vitni í einn bloggvin þá höfumm við sérstakan saksóknara og Evu Joly.
Við höfum fjármálaeftirlit, efnahagsbrotadeild, ríkissaksóknara og ríkislögreglustjóra sem samanlagt geta rannsakað og sótt til saka.
Við höfum líka dómstóla sem ekki hafa efni á ljósritunarvél, sem leiddi til þess að:
Nauðgari gengur laus.
Nú er kominn tími á tiltekt í dómskerfinu.
Eru menn á hlaupum út um allan bæ í leit að ljósritunarvél?
Á svo að vinna verkin í yfirtíð ?
Þarna þarf að taka allhressilega til.
Hvað varðar ljósritunarvélina þá væri tilvalið að hlaupa í Góða Hirðinn.
Þar er oft hægt að gera góð kaup.
Lifi hið óspillta Nýja-Ísland og þar til næst.
Fjöldahandtaka á Hvolsvelli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.