12.11.2009 | 20:29
Af niðurskurði.
Enn berast oss fréttir úr herbúðum stjórnarliða.
Nú á að skerða fjárveitingar til Hæstaréttar um tíu prósent.
Er enginn innan ríkisstjórnarinnar með réttu ráði lengur?
Ég minnist orða núverandi fjármálaráðherra þegar hann lýsti því yfir að hverju sandkorni yrði velt við
til að uppræta spillinguna.
Falleg orð en hverjar urðu efndirnar?
Nú er haldið til hlés.
Mér blöskraði þegar haft var eftir Steinunni Valdísi Óskarsdóttur að niðurskurðurinn kunni að hafa verið mistök.
Við höfum ekki efni á svona mistökum.
Það er til lítils að styrkja embætti sérstaks saksóknara, sem er allra góðra gjalda vert, á sama tíma og fjársveltir og önnum kafnir dómstólar eru flöskuhálsinn .
Það veit jú hver einasti fermingardrengur að sakamál fara fyrir dómstólana.
Kannski hefur sá þáttur málsins farið fram hjá fjármálaráðherra.
Okkur var lofað gagnsæi, já og allt skyldi upp á borðið en hverjar urðu svo efndirnar?
Á sama tíma og ríkisstjórnin sinnir sínu helsta áhugamáli þ.e. væntanleg umsókn okkar ástkæra Fróns inn í ESB, þá lengjast biðraðirnar fyrir utan hjálparstofnanir sem hafa það eitt markmið að koma öðrum til hjálpar. Þetta er velferðarríkið .
Land tækifæranna. Land útrásarvíkinganna.
Ef þessi ríkisstjórn ætlar að halda velli þá ætti fyrsta verkefnið að vera uppstokkun í forgangsröðinni, þ.e. að slá þessari margumtöluðu "Skjaldborg" um heimilin og gleyma þessu ESB bulli.
Í fyrsta lagi er meirihluti þjóðarinnar andvígur aðild og svo í öðru lagi, og þetta held ég skipti meginmáli, þá er allsendis óvíst að ESB löndin kæri sig um okkar félagsskap. Alheimur veit ofur vel að Íslendingar eru óreiðumenn sem standa ekki í skilum.
Þökk sé örfáum veruleikafirrtum og siðblindum einstaklingum.
Í framhaldi af því kemur mér í hug gamla orðtakið: Margur verður af aurunum api.
Ég vona að Hæstiréttur fái þessar sextán milljónir sem þeir þarfnast, ef ekki , jah, þá er maðkur í mysunni.
Lifi hið óspillta velmegunarþjóðfélag Nýja-Ísland og þar til næst.
Neyðarkall frá Hæstarétti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Og eru ekki hjörtu okkar farin að slá í takt.
Ragnhildur Kolka, 12.11.2009 kl. 22:15
Samála áfram ísland megi hætaréttur bæta sig með auknum fjárframlögum.
Sigurður Haraldsson, 13.11.2009 kl. 01:20
Auðvitað á ekki að skerða fjárveitingar til Hæstaréttar það er eini dómstóllinn sem á möguleika á að koma útrásarvíkingunum á bak við luktar dyr. Það er nú einkennilegt í okkar ríki að þessir menn hafi ekki verið settir inn strax eftir hrunið,skyldi það vera vegna góðra stjórnmálatengsla þeirra í alla flokka.Þeir eru auðvitað búnir að stela það miklu að lögfræðikostnaður vefst ekki fyrir þeim,Þessi skömm okkar útaf þessum mönnum spillir fyrir okkur á meðal annarra þjóða,það er ekki tekið mark á okkur vegna linkindar okkar í þeirra garð.
S.Árnason. (IP-tala skráð) 13.11.2009 kl. 11:02
Heyr, heyr
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 15.11.2009 kl. 00:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.