Traustið vex.

Nú sýna Norðmenn frændskapinn í verki og bjóðast til að aðstoða okkur við  rannsóknina á efnahagshruninu.

Frábærar fréttir og þá sérstaklega í ljósi þess sem á undan hefur gengið.

Þær eru ófáar bloggfærslurnar sem ég hef lesið þar sem hneykslast hefur verið á hinum Norðurlandaþjóðunum fyrir að halda að sér höndum í þeim erfiðleikum sem við glímum við.

Hver sæmilega þenkjandi maður ætti ekki að vera hissa á því. Hver vill lána manni sem ekki stendur í skilum?

Hvað þá heilu þjóðfélagi?

Við Íslendingar allir hljótum að vera Norðmönnum þakklátir fyrir framrétta hönd, nema kannski tveir förusveinar sem lögðu land undir fót og herjuðu á Noreg í þeim tilgangi að slá smá lán upp á kunningsskap og út á andlitið á sér.

Sú ferð var ekki farin til fjár.

Ég minnist orða formanns félags Ísl. stórkaupmanna þegar hún sagði að traust og vinátta væri nokkuð sem er gagnkvæmt.

Orð að sönnu.

Þeir eru nokkrir Íslendingarnir sem betur hefðu staldrað við og íhugað þessi orð áður en þeir misstu gjörsamlega stjórn á sjálfum sér í lífsgæðakapphlaupinu, svo ekki sé minnst á sýndarmennskuna,  hvers afleiðingar við þurfum að glíma við um ókomna framtíð.

Var fimmtán mínútna frægðin þess virði?

Og, eins og fyrri daginn þá óska ég hinu nýja og óspillta Íslandi sem lengstra lífdaga og þar til næst.

 

 

 

 

 

 

 

 

 


mbl.is Norðmenn vilja aðstoða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Í einhverju rugli gengumst við undir skuldir þriðja aðila sem við getum illa staðið undir. Norðmenn, okkar gömlu "vinir", í stað þess að standa við bak okkar tóku á það ráð að klína okkur í skítinn. Hvað kemur næst, skipta á einhverju olíusvæði fyrir norðan og einum miljarði evra?

Ég tel rétt að hafna allri tilraun Norðmanna til að komast til valda hér, hvort eð heldur undir því yfirskyni að vera að hjálpa eða ekki. Loka sendiráði okkar í Noregi og hætta þessarri vitleysu.

Jón "Nonni" (IP-tala skráð) 28.11.2009 kl. 12:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband