Færsluflokkur: Dægurmál
27.6.2009 | 19:17
Enn og aftur...
...erum við Íslendingar búnir að gera í buxurnar.
Ég hélt í einfeldni minni að ég hefði verið að skipta við tryggingafyrirtæki.
Hvað veit maður.
Þar til næst.
![]() |
Rifta kaupum á húsi í Macau |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.6.2009 | 18:36
Milljarðaeignir Madoffs gerðar upptækar.
Skyldum við Íslendingar ekki getað lært eitthvað af þessu?
Þar til næst.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.6.2009 | 14:49
Alveg er þetta dæmigert...
...fyrir íhaldið.
Þegar þeir lenda loksins í stjórnarandstöðu þá er allt rakkað niður.
Þeir voru ekki svona kjaftagleiðir meðan þeir sátu í stjórn enda kannski ekki ástæða til þá.
Þeir skildu jú eftir sig brunarústir.
Nú í dag, hélt ég í einfeldni minni að öll stórnmálaöflin myndu sameinast um að leysa þau vandamál sem blasa við okkur.
Nei, alas, nei.
Spillingin grasserar sem aldrei fyrr og ofurlaunamennirnir sem báru svo mikla ábyrgð í den tíð
vappa hér um eins og ekkert hafi í skorist.
Sosum engin furða, það er jú vitað mál að þeir stóru sleppa en þeir litlu borga brúsann.
Þetta er jú íslensk réttvísi.
Þar til næst.
![]() |
Aumingjaleg afstaða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
25.6.2009 | 13:01
Vonandi...
...vakna stjórnvöld af Þyrnirósarsvefninum og taka til athugunar hugmyndir Friðriks í stað þess að einblína á einhverja sér íslenska leið.
Hugmyndin er verð allrar athugunar.
Þar til næst.
![]() |
Borgum Icesave með rafmagni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.6.2009 | 06:16
Án geislabaugs, án vængja...
...var það sem vakti athygli mína eftir að hafa skoðað myndina af Hannesi Smárasyni vel og gaumgæfilega.
Þessi sviphreini drengur.
Auðvitað er hann blásaklaus.
Hann hefur jú sagt það sjálfur.
Er hann ekki bara fórnarlamb einhverra óprúttinna náunga sem hafa viljað bregða fæti fyrir hann, vesalings drenginn?
Nú, einhverjar misfellur í bókhaldinu, varla er hægt að klína því á hann því strákurinn hlýtur að vera með dágóðan her af bókhöldurum og endurskoðendum já og jafnvel lögfræðingum á sínum vegum sem sjá til þess að allt fari nú fram samkvæmt bókinni.
Eða hvað?
Ekki má svo gleyma framfærslukostnaði fjölskyldunnar og jafnvel gæludýranna, allt er dýrt á þessum síðustu og verstu tímum.
Þar til næst.
![]() |
Hannes segist ekki hafa brotið lög |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
23.6.2009 | 08:23
Maður er manns megin.
Ég átti einstaklega góða kvöldstund með Kidda og Báru, frábæru fólki af höfuðborgarsvæðinu.
Við sátum fyrir utan veitingastaðinn þar sem þau borðuðu, í einstakri blíðu og spjölluðum um heima og geima. Það eru svona atvik sem lyfta manni upp.
Hafi þau þau þökk fyrir ánægjulega stund.
Þar til næst.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.6.2009 | 05:30
Það er orðið ansi langt...
...síðan ég hef bloggað um sjálfan mig, hagi mína og fallega bæinn sem ég bý í.
Það er ekki laust við að ég verði smá deprimeraður þegar hver ólánsfréttin á fætur annari dynur á okkur.
Ég velti því stundum fyrir mér hvernig í ósköpunum skuli standa á því að ofurlaunamennirnir sem báru svo mikla ábyrgð og reyndar bera ábyrgð á því ástandi sem við búum við í dag skuli enn ganga lausir.
Eins og Eva Joly sagði "Stórlaxarnir sleppa yfirleitt."
Hvar fela þeir sig í dag?
Hvað með ábyrgðina?
Ég hlustaði á þáttinn hans Bubba í kvöld og ég dáist að jákvæðninni ,hreinskilninni og heiðarleikanum hjá honum.
Ég hef lært mikið um sjálfan mig með því að hlusta á hann.
Nóg um það.
Ég fór í kvöldgöngu í smá súld, bærinn minn skartaði sínu fegursta, bæði tandurhreinn og fallegur .
Ég held mér hafi tekist að losa mig við allar neikvæðu hugsanirnar sem stundum herja á mig og mjög líklega meginhluta þjóðarinnar.
Eigum við ekki að reyna að vera bara jákvæð?
Þar til næst.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.6.2009 | 00:07
Sjálfsbjargarviðleitni.
Hann skyldi þó ekki vera af íslenskum ættum?
Þar til næst.
![]() |
Þóttist vera látin móðir sín |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.6.2009 | 23:50
Áfram Reginbaldur!
Vildi að það væru fleiri eins og þú.
Það þarf stundum að hræra smá upp í gamla genginu.
Þar til næst.
Dægurmál | Breytt 18.6.2009 kl. 00:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.6.2009 | 17:52
Guð láti á gott vita.
Meinlegur misskilningur virðist vera útbreiddur um hlutverk Evu Joly hér á landi. Svo virðist sem margir haldi að Joly hafi beina aðkomu að rannsókn bankahrunsins, sé jafnvel í því starfi með sérstökum saksóknara, Ólafi Þór Haukssyni.
Gildir þetta bæði um aðdáendur Joly, og ýmsa af hinum sem eru minna hrifnir af henni. Hið rétta er að sú norsk-franska er sérstakur ráðgjafi ríkisstjórnarinnar vegna rannsókna á efnahagsbrotum sem tengjast hruni fjármálakerfisins", eins og stóð í fréttatilkynningu forsætisráðuneytisins þegar hún var ráðin.
Þá vitum við það.
í gær upplýsti Ragna Árnadóttir dómsmálaráðherra að frumvarp væri í smíðum sem kæmi til móts við hluta af ráðgjöf Joly, eða kröfum" eins og dómsmálaráðherra kaus að orða það í viðtali við fréttastofu Ríkisútvarpsins.
Dómsmálaráðherra kýs hins vegar að hafa að engu ráðgjöf Joly um að víkja beri Valtý Sigurðssyni ríkissaksóknara frá, enda opinberaði sú ráðgjöf mikið þekkingarleysi ráðgjafans á íslensku réttarfari. Og það er auðvitað hið vandræðalegasta mál sem ekki er hægt að láta eins og hafi ekki átt sér stað.
Íslenskt réttarfar?
Nú ætti einhver að halda kjafti og skammast sín!
Er siðblindan kannski orðin svo alger að menn sjái ekki lengur fram fyrir nefið á sér?
Íslenskt réttarfar!
Laughing out loud.
Í öllum siðmenntuðum löndum hefðu þeir sem báru ábyrgð á Icesafe reikningunum, þ.e. starfsmenn FME, og fyrrverandi bankastjórar Landsbankans verið leiddir út í járnum.
Hérlendis halda þeir áfram að maka krókinn. Og komast upp með það.
Íslenskt réttarfar.
Ef eitthvað er þá þyrftum við fólk eins og Evu Joly í tugatali til að reyna að uppræta spillinguna sem hér hefur tröllriðið húsum alltof lengi.
Tuttugu og sex mál eru komin inn á borð til sérstaks saksóknara. Flest eru málin umfangsmikil þar sem um er að ræða verulega fjárhagslega hagsmuni.
Varla er það að ástæðulausu.
Grein Sigurðar G. Guðjónssonar er best geymd i ruslafötunni.
Vesalings Sigurjón Þ. Árnason að þurfa að framfleyta sjálfum sér, móður, systur og stjúpföður á skitnu 70 millu láni á okurvöxtunum 3.5%. Svo þarf sennilega að fóðra köttinn, já og jafnvel hundinn líka.
Vesalings Sigurjón.
Íslenskt réttarfar!
Þar til næst.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 20:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)