Færsluflokkur: Dægurmál

Áfram með smjörið!

Eva Joly, ráðgjafi sérstaks saksóknara sem rannsakar bankahrunið frá í haust, segir rannsóknina eitt mikilvægasta rannsóknarmál í allri Evrópu um þessar mundir. Ekki sé hægt að komast áfram í því ef ekki verða lagðar frekari fjárveitingar til þess.

Hún segir einnig að það sé rangt að einblína of mikið á kostnað vegna rannsóknarinnar því ef hún muni bera árangur þá verði hægt að sækja fjármuni sem hafi verið faldir, stolið eða komið undan með öðrum hætti. Þannig myndi rannsóknin skila aftur þeim kostnaði sem við hana yrði, og gott betur til.

Ætla ráðamenn aldrei að vakna af Þyrnirósarsvefninum?

Seinagangurinn sem átt hefur sér stað í þessu máli er óútskýranlegur og óafsakanlegur.

Hverjum er verið að hlífa?

Hvað er verið að fela?

Þar til næst.

 


mbl.is Ein mikilvægasta rannsóknin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Landsbankinn í London lánaði útrásarvíkingum 130 milljarða króna.

Samkvæmt áreiðalegum heimildum fréttastofu námu heildarútlán Landsbankans til íslensku útrásarinnar að minnsta kosti 130 milljörðum króna, mestur hluti af þeirri upphæð fór til fyrrum eiganda banka og Baugs.

Hvar eru aurarnir?

Þar til næst.


Hvuddnin var það annars...

...Var ekki Landsbankinn í einkaeign???

Af hverju þurfum við óbreyttir borgarar að taka á okkur 650 milljarða króna skuld?

Hvar eru ofurlaunamennirnir sem réttlættu laun sín á þeim forsendum að þeir bæru svo mikla ábyrgð?

Hvar eru þeir?

Hvar er ábyrgðin?

Af hverju eru þessir menn ekki dregnir til saka?

Er verið að fela eitthvað fyrir okkur?

Það skjóta upp í kollinum á mér ýmsar spurningar en það er jú augljóst að svör fást ekki.

Hverjum er verið að hlífa?

Hvernig stendur á því að fjörutíu mínútum áður en húsleit fór fram hjá einum af mektarmönnum(?) þjóðarinnar þá birtust þar sérlokkar -eins og klipptir úr James Bond kvikmynd - og fjarlægðu gögn sem annars hefðu getað komið að góðum notum í þeirri vonlausu og í rauninni þeirri tilgangslausu leit að sökudólg?

Þar til næst.

 

 

 

 


Hæst bylur í tómri tunnu.

Ég fæ ekki orða bundist.

Eftir að hafa hlustað á útvarpsfréttir í dag þegar stjórnarandstaðan var að rakka niður allar aðgerðir ríkisstórnarinnar þá blöskraði mér.

Gerir þetta vesalings fólk sér ekki grein fyrir hversu alvarleg staðan er?

Ríkisstjórnin tók við gjaldþrota búi.

Það veit alþjóð.

Ég saknaði þess að heyra engar úrlausnir frá stjórnarandstöðunni, því það er ekki nóg að rífa niður , það þarf að koma með tillögur til að bæta stöðuna .

Sjálfstæðismenn og Framsóknarmaddaman þurfa að taka til í eigin ranni áður en þau byrja að gagnrýna.

Þar til næst.

 


Fyrrum ráðherra víkur vegna útgjaldahneykslisins.

Elliot Morley, fyrrum landbúnaðarráðherra Bretlands, segir að það hafi verið mistök hjá sér að láta breska þingið greiða af húsnæðisláni hans eftir að lánið var að fullu greitt upp.

Hann hefur ákveðið að sækjast ekki eftir endurkjöri en hann hefur setið á þingi um árabil fyrir Verkamannaflokkinn.

Breskir fjölmiðlar með Lundúnablaðið Telegraph í broddi fylkingar hafa síðustu vikur birt greinaröð um vafasamar endurgreiðslur til þingamanna úr öllum flokkum á breska þinginu. Þar hefur komið fram að þingmenn hafi sumir teygt reglurnar til hins ýtrasta meðan aðrir þingmenn eru grunaðir um lögbrot.

Hvað skyldi nú þurfa til að vanhæfir íslenskir stjórnmálamenn segðu af sér???


Lilja Mósesdóttir sat hjá við aðra umræðu.

Athygli vakti að Lilja Mósesdóttir, þingmaður Vinstri grænna, studdi ekki skattahækkanafrumvörp ríkisstjórnarinnar við aðra umræðu í gærkvöldi. Þetta gerði Lilja til að knýja á um að málið yrði ekki afgreitt án þess að upplýsingar lægju fyrir um áhrif hækkananna á ýmsa bótaflokka ríkissjóðs og varð þetta til þess að fulltrúar fjármálaráðuneytis voru ræstir út með hraði.

Lilja studdi málið að lokum við þriðju og síðustu atkvæðagreiðslu en hjáseta hennar við aðra atkvæðagreiðslu vakti upp spurningar. Þannig sáu aðrir þingmenn hvar Steingrímur J. Sigfússon fjárrmálaráðherra og formaður Vinstri grænna tók Lilju afsíðis og virtist mönnum sem hann væri að tukta hana til fyrir uppreisnina.

Lilja segir svo ekki hafa verið heldur hafi hann viljað fá útskýringar á afstöðu hennar.

Lilja telur sem hagfræðingur að nauðsynlegt sé að fyrir liggi upplýsingar um hvaða áhrif aðgerðirnar hafi á ýmsa bótaflokka ríkissjóðs, svo sem hvort þær leiði til hækkunar á persónuafslætti.

Kveðst Lilja vilja hafa slíka hluti skýra.

Í stuttu máli sagt þá er Lilja Mósesdóttir að mínu mati ein sú heilsteyptasta og vandaðasta kona sem hefur sest á þing.

Voru þær þó ófáar fyrir.

Daman lætur engan vaða oní sig og setur fram sínar skoðanir á kurteisan og einlægan hátt.

Mikið vildi ég að, þó ekki væri nema brot af gamla genginu, tæki hana sér til fyrirmyndar.

Þar til næst.


Fulltrúar AGS ekki ánægðir með frammistöðu stjórnvalda.

Fulltrúar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) sem verið hafa á landinu undanfarna daga eru ekki ánægðir með frammistöðu íslenskra stjórnvalda við að framkvæma sameignlega áætlun þeirra og AGS samkvæmt heimildum Fréttastofu.

Samkvæmt heimildum Fréttastofu beinist óánægja AGS einkum að þeim seinagangi sem orðið hefur á að koma helstu atriðum fyrrgreindrar áætlunar til framkvæmda.

Er nú ekki kominn tími til að bretta upp ermarnar og láta verkin tala?

Þar til næst.


Loksins...

...kom að því!

Þetta er fagnaðarefni fyrir smábátaeigendur og einnig fyrir litlu byggðirnar sem oftar en ekki hafa átt allt sitt undir sjósókninni t.d. Flateyri, Súðavík og svo mætti lengi telja.

En nú reka kvótagreifarnir upp ramakvein.

Eðlilega.

Þeir eru jú að missa spón úr aski sínum.

Eftir að hafa blóðmjólkað þjóðina á þriðja áratug, verslað með kvótann eins og væri hann þeirra einkaeign, þó landslögin segi allt annað, velt sér upp úr vellystingum á kostnað þeirra sem hreinlega neyddust til að leigja kvótann frá þeim, þá er loksins komið að skuldadögum.

Guði sé lof.

Ég hef margoft lagt fram þá tillögu að færeyska aðferðin yrði tekin upp, sem hver einasti sjómaður ætti að kannast við, en... því miður , við þurfum alltaf að fara sér íslenska leið, sem hver sæmilega skynsamur maður sér, gerir engum gagn nema þeim sem hafa stolið fiskinum úr sjónum og jafnvel veðsett óveiddan afla.

Leyfum þeim að grenja!

Þar til næst.

 

 


mbl.is Lengi barist fyrir frelsi til að veiða á handfæri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mér leikur hugur á að vita...

...hver skyldi rekstrarkostnaður sendiráðs Íslands í Japan vera?

100 millur?

200 millur??

600 millur???

Mig minnir endilega að nú hafi átt að spara.

Leiðrétti mig einhver, hafi ég rangt fyrir mér.

Þar til næst.

 


Orð í tíma töluð.

„Máttlaus gegn inngróinni spillingu“.

„Það er eins og ríkisstjórnin hafi engin tök á bönkum sínum, sé máttlaus gegn inngróinni spillingu,“ segir Jónas Kristjánsson, fyrrverandi ritstjóri, og lýsir vanþóknun sinni á starfsemi ríkisbankanna. Hann fagnar þó að einn stjórnarliði sé vakandi fyrir þessu: „Húrra fyrir Álfheiði Ingadóttir. Vinstri græn eru ekki alveg dauð úr öllum æðum. Hún krefst siðvæðingar bankanna.“

Jónas er ánægður með kröfur Álfheiðar og segir um hana: „Heimtar, að auglýstar verði stöður bankastjóra og annarra lykilstarfsmanna bankanna. Mótuð verði eigendastefna ríkisins, svo að bankarnir keyri ekki lengur á sjálfstýringu. Hún er andvíg sérstökum eignaumsýslufélögum bankanna, sem eru án gegnsæis og starfa í skjóli bankaleyndar.

Svartasta dæmið um bankaruglið er ráðning Steinþórs Baldurssonar IceSave-greifa til Landsbankans.“

Hvernig var svo staðið að ráðningu Einars Karls???

Þar til næst.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband