Færsluflokkur: Dægurmál
27.5.2009 | 18:04
Hvuddnin var það...
...var ekki stefnan sú að spara?
Hvað skyldi hann fá í laun?
Hann mun jú undirbúa starfið framundan sem verktaki.
Þar til næst.
![]() |
Einar Karl ráðinn til Landspítalans |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
26.5.2009 | 22:57
Kostnaður við skilanefndirnar óeðlilega hár.
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að kostnaður við skilanefndir gömlu bankanna sé óeðlilega hár. Hann vill að gert verði nánar grein fyrir kostnaðinum.
Skilanefndir gömlu bankanna innheimtu ríflega 260 milljónir króna fyrir vinnu sína frá október og fram í febrúar. Kostnaðurinn er greiddur úr ríkissjóði.
Það þarf til dæmis að útskýra af hverju menn voru ekki ráðnir sérstaklega til þessara starfa í stað þess að þeir væru að starfa allan tímann í þessum verkefnum í fullu starfi á sérfræðitaxta," segir formaðurinn.
Aldrei þessu vant er ég hjartanlega sammála Sjálfstæðismanninum. En eins og oft hefur komið fram hér á bloggsíðunni minni þá er ég þeirrar skoðunar að í Sjálfstæðisflokknum er hópur vandaðs fólks.
Svo maður komi aðeins inn á sparnað: Því í fj....... var sendiráðið í Frakklandi ekki lagt niður í stað þess að kaupa "minna og hentugra húsnæði?"
Það er ekki nema ca. klukkustundar akstur til næsta sendiráðs, þ.e. í Belgíu.
Þar til næst.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 23:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.5.2009 | 22:46
Vill ekki að séra Gunnar snúi aftur.
Úrskurðarnefnd þjóðkirkjunnar vill ekki að séra Gunnar Björnsson snúi aftur til starfa í Selfossprestakall fyrr en nefndin hefur úrskurðað í málinu.
Hæstiréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Suðurlands í máli gegn séra Gunnari Björnssyni presti á Selfossi.
Með dómi Héraðsdóms var Gunnar sýknaður af ákæru um kynferðisbrot og brot gegn barnaverndarlögum gagnvart tveimur stúlkum. Dómurinn taldi sannað, með framburði ákærða og stúlknanna, að ákærði hefði átt þau samskipti við stúlkurnar sem í ákæru greindi og fólust meðal annars í faðmlögum, strokum og kossum.
Hins vegar var tiltekin háttsemi sem ákært var fyrir og talin falla undir kynferðislega áreitni talin ósönnuð.
Fram kom í frétt Rúv að úrskurðarnefnd þjóðkirkjunnar hafi óskað eftir þessu við Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands, en hann hefur ekki svarað nefndinni.
Hvað skyldi annars orðið siðareglur þýða?
Þar til næst.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.5.2009 | 16:03
Þó fyrr hefði verið.
Tólf húsleitir hafa verið framkvæmdar í vikunni vegna rannsóknar embættis sérstaks saksóknara á kaupum Q Iceland Finance ehf. á 5% eignarhlut í Kaupþingi. Í dag var framkvæmd húsleit á heimili Ólafs Ólafssonar.
Samkvæmt 3. mgr. 74. gr. laga um meðferð sakamála er skilyrði fyrir húsleit að rökstuddur grunur leiki á að framið hafi verið brot sem sætt getur ákæru og að sakborningur hafi verið þar að verki, enda séu augljósir rannsóknarhagsmunir í húfi. Auk húsleitar á heimili Ólafs og heimilum stjórnenda Kaupþings var framkvæmd húsleit á skrifstofum Arion verðbréfavörslu og á skrifstofum Kjalars, sem er eignarhaldsfélag í eigu Ólafs.
Það þarf varla að hafa fleiri orð um þetta, og þó, eftir að hafa lesið slatta af bloggsíðum plús athugasemdir þar sem sitt sýnist hverjum kemur mér í hug gamla orðtækið: Enginn reykur er án elds.
Nú er bara að bíða og sjá hverju framvindur.
Þar til næst.
![]() |
Leitað á heimili Ólafs |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.5.2009 | 15:15
Sandkassaleikurinn.
Mér þætti fróðlegt að vita hvort nokkrum manni kemur til hugar að Sjálfstæðisflokkurinn plús Framsóknarmaddaman hefðu getað leitt þjóðina úr þeim gífurlegu erfiðleikum sem við glímum við nú.
Áttatíu daga ríkisstjórnin tók við þrotabúi og ekki hefur staðan lagast.
Ef einhverjir "besservissar" telja sig hafa úrlausn á þeim vandamálum sem núverandi ríkisstjórn er að glíma við, þá endilega komið slíku á framfæri.
Það gæti orðið fróðleg lesning.
Þar til næst.
![]() |
Framsóknarmenn í afneitun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.5.2009 | 21:41
Fyrning aflaheimilda.
Hugmyndir ríkisstjórnarinnar um fyrningu aflaheimilda eru hugmyndir um þjóðnýtingu og setur sjávarútveginn í uppnám, sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra.
Bjarni sagði að menn þyrftu að spyrja sig hvort fyrning aflaheimilda myndi skila einhverju.
Bjarni minn góður, hefurðu spurt sjálfan þig hvort fyrning aflaheimilda myndi ekki skila einhverju af kvótanum, sem nokkrum aðilum var færður að gjöf fyrir liðlega tuttugu árum, kvóta sem menn hafa verslað með og velta sér svo upp úr vellystingum á sama tíma og nýgræðingarnir í sjávarútveginum berjast í bökkum við að framfleyta sér og sínum?
Hefurðu spurt sjálfan þig að því hvernig það geti átt sér stað að ( útgerðar )menn sem ekki hafa gert út árum saman búi í villum suður á Flórída og sækji framfærslueyrinn í vasa þeirra vesalings manna sem neyðst hafa til að leigja kvótann frá þeim?
Hefurðu spurt sjálfan þig hvort þetta kerfi sé réttlátt?
Ég stór efast um það.
Mér virðist það loði við þig, eins og alltof marga annars ágætismenn innan Sjálfstæðisflokksins, hræðsla við að missa spón úr aski þínum.
Ef þú hefur einhverjar hugmyndir hvernig komast megi í veg fyrir kvótabraskið þá endilega komdu þeim á framfæri og það á máli sem hinn almenni borgari skilur.
Ég hlustaði á þig í kvöld og varð fyrir vonbrigðum.
Þú skautaðir til hægri og vinstri.
Bættu úr því góði.
Þar til næst.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
18.5.2009 | 14:12
Ég bíð í ofvæni...
...eftir framhaldinu.
Gunnlaugur Sigmundsson hættir sem formaður stjórnar Icelandair Group.
Gunnlaugur er framkvæmdastjóri Máttar sem missti hlut sinn til Íslandsbanka í morgun.
Þá má einnig gera ráð fyrir að Einar Sveinsson víki úr stjórninni og að Jón Benediktsson víki úr varastjórn en þeir voru fulltrúar Nausts, og að hluta til Máttar, sem einnig missti hlut sinn í veðkalli Íslandsbanka.
Það skyldi þó ekki vera farið að þrengjast í búinu hjá smáfuglunum?
Þar til næst.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
18.5.2009 | 09:22
Svo mörg (og fögur) voru þau orð.
Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, ætlar ekki að skila riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu sem hann var sæmdur árið 2007. Þetta kemur fram í nýjasta tölublaði Séð og heyrt. Sigurður fékk orðuna fyrir forystu í útrás íslenskrar fjármálastarfsemi.
Forysta í útrás íslenskrar fjármálastarfsemi?
Það þarf ekki að grafa djúpt til að koma niður á óþverrann.
Skyldi kalltetrið ekki getað veðsett fj...... orðuna svo hann gæti í það minnsta klárað kofakrílið sitt þarna uppi í Borgarfirðinum?
Þar til næst.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.5.2009 | 06:26
Arðgreiðslum OR ekki haggað.
Fulltrúar starfsmanna hafa gagnrýnt að greiddur sé arður á sama tíma og laun starfsmanna hafi lækkað. Þess hefur verið krafist að launalækkunin verði dregin til baka.
Hanna Birna segir málin ótengd. Öll sveitarfélögin sem eigi Orkuveituna séu í þeirri stöðu að þurfa að draga úr launakostnaði, eins og mörg fyrirtæki í einkageiranum. Að sjálfsögðu geri sveitarfélögin sömu kröfur til fyrirtækis í þeirra eigu.
Gott og vel, en gætir ekki einhverrar tvíræðni í orðum borgarstjórans?
Hún talar um að draga þurfi úr launakostnaði.
Hvað með 400 millurnar sem spöruðust með launalækkun starfsmanna?
Er það ekki sparnaður?
Daman blaðrar um óskyld mál án þess að útskýra orð sín frekar.
Hvernig getur hún útskýrt arðgreiðslur Orkuveitunnar þegar "draga þarf úr launakostnaði"?
Íslenska þjóðfélagið er á hvínandi kúpunni en á sama tíma reynir þessi vesalings (siðblinda)? kona að réttlæta áframhaldandi sukk og svínarí ( það skyldi þó aldrei vera að stjórnendur O.R. séu flokksbræður hennar )?
Mér þætti ofur fróðlegt að sjá yfirlit yfir einkaneyslu forstjóra O.R.
Hver borgar veislurnar, limúsínurnar já og einkaþoturnar?
Mér finnst það líka helvíti hart að á sama tíma og vinstri stjórnin er að reyna að uppræta margra kynslóða spillingu þá er engu líkara en ákveðinn hópur innan íslenska samfélagsins komist upp með gömlu taktana og haldi sínu striki, á kostnað okkar "litla fólksins".
Það er ansi margt sem þarf að lagfæra í íslenska þjóðfélaginu og ég vona svo sannarlega að það takist.
Þar til næst.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
17.5.2009 | 20:46
Hvernig væri...
...að hagnaður Orkuveitu Reykjavíkur síðustu mánuði fyrra árs yrði notaður til að greiða starfsfólkinu þessar 400 milljónir sem það varð að taka á sig í launalækkun, og það áður en farið verður út í arðgreiðslur.
Þar til næst.
![]() |
Vill fundi um arðgreiðslur OR |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 20:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)