Færsluflokkur: Dægurmál

Bitlingar og fl.

Oftar en ekki er eitt og annað sem fer fram hjá mér eða hreinlega gleymist.

Sem betur fer eru alltaf einhverjir sem eru reiðubúnir að minna mig á.

Ég hef fengið í kvöld símhringingar frá nokkrum lesendum síðunnar minnar ( þ.e. þeim fáu sem hafa símanr. mitt), þar sem mér var bent á eitt og annað sem hefði mátt fylgja með, plús haugur af spurningum sem mér er ómögulegt að svara, og ég get engan veginn komist yfir að afla svara í stuttu spjalli.

Þó er ein spurning sem brennur á vörum mér.

Hvað með laun fyrir nefndarstörf?

Eru slík störf borguð aukalega, jafnvel þó þau séu unnin í dagvinnu?

Svo var mér einnig bent á að þrátt fyrir væntanlegar breytingar á hinu illræmda eftirlaunafrumvarpi( sem er búið að vera í gildi síðan 2003 ) þá væri enn langt í land.

Eins og einn benti mér á: Þú hnikar ekki kúnni af jötunni fyrr en hún hefur lokið við að stappa í sig.

Ég vil nú ekki taka svo djúpt í árinni að líkja okkar háæruverðugu (?) ráðamönnum við soltnar beljur, og þó, kannski er eitthvað til í þessu.

Dæmi hver fyrir sig.

Þar til næst.

 


Vangaveltur.

Þar kom loksins að því!

Forsætisráðherra hefur beint þeim tilmælum til Kjararáðs að "það ákveði tímabundið fyrir árið 2009 að lækka laun þeirra sem undir ráðið heyra."

TÍMABUNDIÐ?

Aðspurður vildi forsætisráðherra ekki nefna ákveðna tölu en talaði um 5-15%.

Þegar innt var eftir væntanlegum sparnaði fyrir þjóðarbúið var fátt um svör.

Hefði nú ekki verið ráðlegt fyrir "Dúettinn" þ.e. forsætis- og utanríkisráðherra að undirbúa sig fyrir fundinn eða var málið afgreitt með flýti?

Eftirlaunafrumvarpið umdeilda, ja, kannski er best að hafa ekki mörg orð um þær breytingar sem fyrirhugaðar eru. Þó vil ég benda á að þrátt fyrir væntanlega lækkun mun mánaðarlegur lífeyrir ráðamanna vera umtalsvert hærri en ellilífeyrir óbreyttra svo ekki sé minnst á atvinnuleysisbætur þess ólánssama fólks sem misst hefur atvinnuna sökum fjármálafyllerís einhverra "huldumanna" sem enginn virðist vita hverjir eru .

Og nú á að skipa rannsóknarnefnd sem rannsaka á aðdraganda hruns bankanna, loksins, en mér finnst nú soldið seint um rassinn gripið. Illar tungur tala um pappírstætara og sitt af hverju sem ekki er hafandi eftir.

Er nokkuð annað hægt að gera en að reyna að vera bjartsýnn? Eða hvað?

Þar til næst.

 

 


Allir sögðu ekki ég.

Það fór eins og mig grunaði.

Jón Sigurðsson, stjórnarformaður Fjármálaeftirlitsins segir gagnrýni D. Oddss. bæði óréttláta og óskynsamlega.

Halla Tómasd. stjórnarformaður Auðar Capital segir ræðu D. Oddss. fyrst og fremst pólitíska.

Jón Ásgeir Jóhannesson lýsir furðu sinni á ummælum D. Oddss. og hann verði að líta sér nær vilji hann finna ástæður fyrir hruni íslensks efnahagslífs.

Ingibjörg Sólrún segir vandamál Davíðs það að hann komi úr íslenskum stjórnmálum o.sv.frv.

Ég óttast það mest að þegar upp verður staðið þá verði niðurstaðan sú að ALLIR eru blásaklausirHalo og þeir sem koma til með að borga brúsann eru litla fólkið, þ.e. ég og fleiri óbreyttir.

Þar til næst.

 


Minnisleysi.

Ég get ekki orða bundist lengur, eftir að hafa fylgst með fréttum í kvöld.

Ráðamenn þjóðarinnar virðast þjást af minnisleysi. Enginn þeirra virðist muna lengra en nef þeirra nær.

Ég gæti vel hugsað mér þessa hálaunuðu höfðingja okkar koma saman í Kastljósi og fá þá tækifæri til þess að sjá og heyra hver þeirra lýgur mest og best.

Manni getur nú sárnað.

Þar til næst. 


Ljós í myrkrinu.

Guðni lækkar í launum!

Samkvæmt Vísis fréttum í dag og á Stöð 2 í kvöld átti Guðni Ágústsson að fá hærri laun á eftirlaunum á næsta ári en hann þiggur í dag.Þetta reyndist rangt og biður Vísir Guðna afsökunar á því. (Þó það nú væri ).

Kannski ættu þeir Vísis menn að fara að vanda betur til fréttaflutnings síns svo einfaldir sveitastrákar eins og ég fari ekki með fleipur.

Hið rétta mun vera að Guðni fær í dag sem óbreyttur þingmaður kr.843 þúsund í mánaðarlaun en mun fá kr.560 þúsund í eftirlaun.

Ætli hann eigi samt ekki fyrir salti í (grjóna)grautinn?

Þar til næst.


Tiltekt o.fl.

Árni M. Mathiesen ,fjármálaráðherra ,hélt því fram á Alþingi í dag að honum hafi ekki verið kunnugt um að Baldur Guðlaugsson, ráðuneytisstjóri fjármálaráðuneytisins, hefði átt hlut í Landsbankanum. Fram hefur komið, að Baldur seldi hlut sinn áður en bankinn féll.

Hvernig er með tjáskipti á þessum bænum? Pinch ??

Guðni Ágústsson er búinn að segja af sér-skriflega- sem formaður Framsóknarflokksins og þingmaður og er farinn í frí til útlanda. Hann ætti sosum að hafa efni á því. Hann mun jú fá rúmlega 830 þús. í eftirlaun á mán. þegar hann verður sextugur á næsta ári.

Hvað líður breytingum á eftirlaunalögunum umdeildu?

Heldur þetta háæruverðuga (?) lið á Alþingi að gamli málshátturinn " Þögn er gulls ígildi " eigi við í þessu tilfelli og það á þessum síðustu og verstu tímum?

Hugsið ykkur nú vel um.

Íslenski almúginn (undirritaður meðtalinn) lætur ekki bjóða sér meira. Sama hversu lengi afgreiðsla þessa máls dregst, það er engin hætta á því að það falli í gleymsku.

Nú er kominn tími til að þrífa fjósið!

Í það minnsta að moka flórinn.

Út með Seðlabankastjórana og alla starfsmenn Fjármálaeftirlitsins og ENGAR vina og vandamanna ráðningar meir. Það væri kannski ekki úr vegi að ráða til starfa fólk eftir menntun, ekki stjórnmálaskoðunum og þá mætti gjarnan hyggja eftir ráðningu pólitíkusanna í bankaráð ríkisbankanna, sona rétt í leiðinni. Angry

Þar til næst.

 

 

 

 


Sparnaður.

Nú skal spara!

Segja Ingibjörg Sólrún ..og Geir Haarde o.fl...og hvað svo?

Það skulu víst sparast tveir og hálfur milljarður í utanríkisþjónustunni sem að mínu mati eru vasapeningar.

Hlægilegt!

Ég hef hins vegar þá hugmynd að ef það á virkilega að spara þá er að byrja innan frá.

Það mætti byrja á að lækka laun bankastjóra ríkisbankanna niður í eina milljón á mánuði og ef það nægir þeim ekki til að framfleyta sér þá geta þeir alltaf snúið sér til Mæðrastyrksnefndar og staðið þar í biðröð.

Svo legg ég til að laun alþingismanna, ráðherra og allra fylgifiskanna (sníkjudýranna ) verði lækkuð í það minnsta um 50%, jafnvel að borga þeim laun eftir afköstum senn sennilega myndi þýða enn lengri biðröð hjá Mæðrastyrksnefnd.

Ég hef grun um að spara mætti jafnvel meir en þennan skitna tvo og hálfan milljarð!

Þar til næst. 

 


Leiðrétting.

Mér var rétt í þessu bent á að menn leggja ekki hendur á bókhald. Hið rétta mun vera að þeir lögðu hald á bókhaldið.

Sorry.

Þar til næst.

 


Gjaldmiðilsskipti.

Ég var að lesa frétt á Vísi, reyndar frá í gær, þar sem Heiðar Már Guðjónsson, hagfræðingur og framkvæmdastjóri hjá Novator lýsti því að ekki þyrfti að taka nema viku að skipta um gjaldmiðil.

Gott og vel, en það er í mörg horn að líta áður en slíkt yrði framkvæmanlegt.

Ég bjó í Hollandi fram að gjaldmiðilsskiptum, nánar tiltekið í Den Helder, norður Hollandi og það sem mér er svo minnisstætt eru verðmerkingarnar í öllum verslunum þar sem allt var verðmerkt bæði í gyllinum og evrum, tveimur árum áður en til skiptanna kom.

Ég minnist þess líka, þrátt fyrir ungan aldur (þá), þegar núllin tvö voru tekin aftan af gjaldmiðlinum okkar 1.jan.1981 og eldspýtustokkurinn sem kostaði 50 kr. gamlar kostaði 5 kr. nýjar.

Þá var veisla hjá ansi mörgum verslunareigendum.

Nú má ekki skilja það svo að ég sé að brigsla verslunareigendum nútímans um óheiðarleika. Alls ekki. Það sem ég er að benda á er að við sauðsvartur almúginn, og reyndar allir Íslendingar, þurfum aðlögunartíma.

Rétt í þessu heyrði ég í fréttum að starfsmenn skattrannsóknarstjóra hefðu gert innrás í höfuðstöðvar Stoða ( áður FL Group ), vegna gruns um skattamisferli, og lagt þar hendur á bókhaldið.

Hvað er eiginlega í gangi ?

Spyr fáfróður sveitastrákur úr Eyrarsveit.

Þar til næst.

 


Congratulations!

I congratulate you , you American people.

Not only for finally coming to your senses and voting for the-in my opinion-most intelligent and without no doubt the best possible representative you could have got, to drag you folks out of the shitholes you seem to have been thriving in for too many years, but also for being honest enough to admit that now, finally, there was a time for some changes.

With lots of love and admiration.

Jökull.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband