16.2.2010 | 20:39
Vér göngum svo létt öll í lundu.....
....enda ekki annað hægt í dag,á tímum gagnsæis og heiðarleika. Allt skal jú upp á yfirborðið en bíðum nú við. Hvað skyldi nú liggja á borðinu?
O jú, þar er af ýmsu að taka, rétt eins og fyrri daginn.
Þá er mér efst í huga frétt sem ég las á Vísi í dag og fjallar um Bakka(varar)bræður. Sjálfsbjargarviðleitnin lætur ekki að sér hæða.
"Bakkabræður, þeir Ágúst og Lýður Guðmundssynir, færðu einbýlishús sín, íbúðir og sumarbústaði í sérstök einkahlutafélög rétt eftir bankahrunið. Með þessu móti geta hugsanlegir kröfuhafar þeirra ekki gengið að þessum eignum."
Áfram með djókið, því þetta hlýtur að vera brandari og það fj.... fúll.
"Þrátt fyrir að hafa fært íbúðir sínar og einbýlishús í einkahlutafélög eru bræðurnir þó enn skráðir eigendur sumarhallarinnar við Lambalæk í Fljótshlíð í Rangárþingi eystra. Um er að ræða tæplega 600 fermetra orlofssetur sem bræðurnir eiga saman til helminga."
Nú er tímabært að frysta eignir Bakkabræðra og hvað varðar fyrningu gjörða þeirra hvað varðar flutning fasteigna þá er enn tími, til 22.10. þetta ár.
Nú spyr ég fávís sveitapilturinn, hvernig geta menn, með allt niðrum sig komist upp með slíkt athæfi og hver kemur til með að borga brúsann þegar upp er staðið?
Það læðist að mér ljótur grunur.
En það er fleira sem mallar í pottunum og hér er smá frétt sem snertir Pálma Haraldsson, sem oftast er kenndur við Fons, en það sem færri vita er að hann varð skyndilega framkvæmdastjóri Sölufélags garðyrkjumanna. Hann sneri við rekstri félagsins en það var dæmt fyrir samsæri gegn neytendum nokkrum árum síðar.
"Rúmlega fjögurra milljarða króna arðgreiðsla sem Pálmi Haraldsson greiddi sér útúr fjárfestingarfélaginu Fons vegna góðs hagnaðar rekstrarárið 2006 var fengin að láni hjá Landsbankanum."
Getur verið að þetta sé löglegt?
Fons er nú gjaldþrota með kröfur upp á rúmlega fjörutíu milljarða!
Og svona rétt í lokin, þ.e. rjóminn oná eplapæið þá er hér sérstaklega áhugaverð klausa.
"Rannsóknarnefnd Alþingis telur að fyrrverandi forstjóri Fjármálaeftirlitsins hafi sýnt alvarlega vanrækslu eða gert mistök í starfi."
Þetta er nú bara það sem alþjóð hefur vitað í langan tíma. Gleðilegt til þess að vita að rannsóknarnefndin hafi loksins uppgötvað þetta.
Ég vona að þið öll sem lesið hafa þetta aurkast komið til með að sofa vel, og þar til næst.
Athugasemdir
Sæll Þráinn.
Ég er
Kveðja.
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 17.2.2010 kl. 07:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.