Margt er það sem gleður geð...

Það er reyndar ekki margt sem gleður gamla hjartað mitt þessa dagana nema þá helst kyrrsetning eigna þeirra fjármálamógúla, Jóns Ásgeirs og Hannesar Smára.

Þó fyrr hefði verið.

Það gerast reyndar fleiri góðir hlutir líka. Ég var rétt í þessu að koma af söngleiknum: Blúndubrók og Brilljantín, sem settur var á svið hér í Grundarfirði, sem í einu orði sagt var stórkostleg upplifun.

Að fylgjast með öllu þessu unga fólki sem eru að feta fyrstu fótsporin á sviði listarinnar var frábært. Mér skilst að flest þeirra séu á aldrinum 14 til 17 ára. Að baki þeirra standa þrír skólar hér á Snæf. þ.e. Grunnskóli Grundarfj. ásamt Tónlistarskóla sama bæjar og Framhaldsskóli Snæfellsness (sem reyndar er staðsettur hér í Grundó líka).

Tekin voru fyrir lög á árunum 1963 til dagsins í dag sem unga fólkið skilaði af snilld.

Það er ekki nauðsynlegt að hafa fleiri orð um þetta framtak unga fólksins en mikið vildi ég að ég vissi hvernig hægt væri að koma þessari sýningu á framfæri því hún á erindi til allra, ekki bara heimabúa.

Einhverjar glefsur hafa rambað á You tube en það er ekki nema forsmekkurinn.

Við sjáum til og þar til næst.

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband