15.5.2010 | 10:35
Nś skal spara.
Eins og flestir hljóta aš gera sér grein fyrir žį rķkir hér kreppa. Hef reynt žaš sjįlfur į mķnu auma skinni.
Fjįrmįlarįšherra vill spara og telur ešlilegast aš byrja efst. Heyrst hefur aš spara megi allt aš 360 milljónum króna viš sameiningu rįšuneyta sem er aš mķnu mati hiš besta mįl. Žeim fękkar žį vonandi spenatotturunum.
Félagsmįlarįšherra bošar nś nišurskurš upp į 40 milljarša sem samkvęmt ešli mįlsins bitnar į žeim sem sķst mega sķn. Hann segist reyndar vona aš ekki žurfi aš skera nišur um meira en 6%, en žį žurfi annar hluti rķkisrekstrarins aš bera 9%.
Žar er ég meš margar góšar hugmyndir sem margir bloggarar hafa reyndar višraš į sķšum sķnum.
Viš byrjum į aš skera meira nišur ķ utanrķkisrįšuneytinu.
Sendiherrabśstašurinn ķ New York var seldur s.l. įr fyrir lišlega hįlfan milljarš. Į móti kemur leiga į hśsnęši upp į ca. 27 milljónir į įri, en betur mį en duga skal. Viš dvergžjóšin erum meš sendirįš į öllum Noršurlöndunum sem er aš mķnu mati flottręfilshįttur af svęsnustu sort. Minnir smį į 2007. Ef rįšamenn hugsa nś dęmiš til enda hljóta žeir (vonandi) aš koma auga į veruleikafirringuna og leggja žau nišur. Ręšismannsskrifstofur gera sama gagn. Til greina gęti komiš aš halda sendirįšinu ķ Danmörku opnu svona til aš sżna lit.
Nķu starfsmenn hjį utanrķkisrįšuneytinu starfa žar meš sendiherratitil og žiggja laun samkvęmt žvķ. Tveir žeirra hafa aldrei starfaš į erlendum vettvangi. Laun žeirra kosta ķslenska rķkiš tępar sjötķu og fjórar milljónir króna į įri.
Žaš mį spara vķšar, t.d. aš skera fjįrframlög hins opinbera til stjórnmįlaflokkanna nišur um helming. Ef žaš hefur ķ för meš sér aš einhverjir verši aš sleppa framboši žį geta žeir bara setiš heima. Hér rķkir jś kreppa!
Sķšast en ekki sķst, og žar kem ég örugglega viš kaunin į mörgum fyrrverandi og nśverandi stjórnmįlamönnum, žį žarf aš taka til endurskošunar eftirlaun og hlunnindi žessa hóps, sjįlftekin ešur ei.
Žrįinn Bertelsson hefur lagt fram skķnandi tillögu um endurskošun eftirlauna og hlunninda žeirra sem rannsóknarnefnd Alžingis telji hafa sżnt vanrękslu ķ ašdraganda bankahrunsins og spyr hvers vegna žetta fólk eigi aš žiggja margföld sjįlftekin eftirlaun śr vasa fólksins ķ landinu, sem nśna lķši sįrlega fyrir afleišingar gerša žeirra.
Brilljant spurning en ég reikna meš aš mįliš verši svęft. Er žaš ekki hefšin?
Meš öllum žessum jįkvęšu hugleišingum kveš ég ykkur aš sinni og žar til nęst.
Athugasemdir
Öll störf sem lögš eru nišur hjį hinum opinbera eru lögvarin ķ minnst 6 mįnuši meš bišlaunarétti. Žannig aš sparnašurinn er heldur minni en rįš er fyrir gert. Žegar tölur um sparnaš eru fengnar er alltaf mišaš viš hęstu mögulegu greišslur, sem eru ekki alltaf ķ takt viš raunveruleikann. Eins er žaš meš nišurskuršinn sumt af žvķ sem "sparast" kemur inn aftur - bara į öšrum staš- žannig aš sparnašurinn veršur enginn, bara fęrsla į milli greišenda hjį hinu opinbera.
Er einhver munur į hvort greišslur heiti "alfagreišslur" frį einhverju bla bla rįšuneyti eša "betagreišslur" frį bling bling... rįšuneyti?
Sverrir Einarsson, 16.5.2010 kl. 10:06
sussu. žaš mį ekki leggja nišur sendirįš eša ręšismanna embętti.
žar sitja flokksmenn
Brjįnn Gušjónsson, 16.5.2010 kl. 10:18
Bęta viš athugasemd [Innskrįning]
Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.