Skammt stórra högga á milli.

Áfram berast oss fregnirnar.

Samkvæmt bloggfærslum og athugasemdum hist og her hljóta þær að teljast jákvæðar. Að vísu hefur sig í frammi tiltölulega fámennur hópur manna, með tilheyrandi orðskrúði og bumbuslætti, og fer mikinn með yfirlýsingum um ofsóknir, vanþekkingu og slúðurstefnu. Er öllum meðulum beitt t. d. fjölmiðlum í einkaeign, PR-fulltrúum og lögfræðingum, og jafnvel hótað málssókn. Reyndar eru þeir til sem ekki finnast.

Mér segir svo hugur að nú þurfi að byggja og það stórt. Þar kemur aftur upp gamla vandamálið. Það kostar. Þegar rætt er um allt að því óviðráðanlegan byggingarkostnað "öryggisfangelsis" tel ég mig, að vandlega íhuguðu máli, hafa fundið lausn á vandanum. Það finnast örugglega vinnubúðir hingað og þangað sem standa ónotaðar ( Kárahnjúkabúðirnar?) og mætti notast við svo fremi sem þær halda vatni og vindum. Það er jú lakur skúti sem ekki er betri en úti.

Kostnaðarhliðin yrði hins vegar girðingin umhverfis hótelið sem þyrfti ekki aðeins að varna væntanlegum gestum "útrásar" heldur líka þeim sem hygðu á "innrás" því eins og alþjóð veit þá er biðlistinn langur og væntanlega finnast þeir sem telja sig öruggasta innan girðingar. Hafa sosum almenningsálitið ekki beinlínis með sér.

Slíkr hótel yrði að sjálfsögðu staðsett á (fyrrverandi) bújörð einhvers "útrásarvíkingsins" og þar sem línan í dag er að hafa allt sjálfbært mætti huga að garðyrkju og þegar fram í sækir jafnvel sauðfjárbú og hver veit nema kúabú skyti svo upp kollinum. Fátt er jafn búsældarlegt og ilmurinn af mykjunni þegar nýbúið er að bera á túnin.

Í þeirri von að ráðamenn gjaldþrota þjóðarbús taki þessar hugmyndir til athugunar kveð ég að sinni og þar til næst.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Sæll Þráinn,

Þær eru víst margar stóru auðu byggingarnar, sem hægt væri að leigja til 10 ára eða svo.  Tel því ekki nauðsynlegt að fara út í stórbyggingar, fremur girðingavinnu og innanhúsklefabyggingar.

Bauhaus væri örugglega til í að leigja sína byggingu, og vinnufúsir smiðir og handlagsmenn tilbúnir að innrétta á einfaldan hátt.

Ætla að vona að þetta komandi "fangatímabil" í Íslandssögunni sé tímabundið, og því óþarfi að tjalda til 100 ára.

Jenný Stefanía Jensdóttir, 12.5.2010 kl. 17:26

2 Smámynd: Þráinn Jökull Elísson

Eigum við ekki að hafa það svona tuttugu ár svona til öryggis?

Þráinn Jökull Elísson, 12.5.2010 kl. 18:29

3 Smámynd: Auðun Gíslason

Girðing á Sprengisandi er lausn!

Auðun Gíslason, 13.5.2010 kl. 03:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband