Að loknum kosningum.

Það má með sanni segja að skjótt hafi skipast veður í lofti í íslenskum stjórnmálum sl. sólarhring þegar gamalreyndir stjórnmálamenn urðu, og gerðu sig að fíflum og "fíflin" urðu, flestum að óvörum og þá kannski sjálfum sér mest , að stjórnmálamönnum.

Viðbrögð formanna fjórflokkanna eru með ólíkindum.  Sigmundur Davíð sagði að flokkurinn hefði víða um land unnið stórsigra. Eins og hans er von og vísa þá forðast hann að fara út í smáatriði og nefnir ekki hvort stórsigrarnir hafi átt sér stað í Surtsey eða Kolbeinsey. Ætlar strákskömmin aldrei að vitkast?

Ekki tekur betra við þegar Engeyjarguttinn Bjarni Ben. opnar hvoftinn og segir að úrslitin í Reykjavík séu ekki áfall fyrir Sjálfstæðisflokkinn. "Það eru vinstri flokkarnir sem eru að stórtapa í þessum kosningum."

Það eru greinilega engin takmörk fyrir vitleysunni. Sem sagt, allir hrósa sigri nema kannski Jón Gnarr sem stendur með pálmann í höndunum og gefur fjórflokkagenginu langt nef. Sem var löngu tímabært.

Það verður fróðlegt að fylgjast með þróun mála í náinni framtíð en þar sem ég hef staðið kosningavöku nú í mun lengri tíma en ég ætlaði mér þá læt ég ykkur góðu lesendur það eftir
því nú ætla ég að fara að halla höfði. Kveð ykkur að sinni og þar til næst.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband