Timburmenn kosninganna.

Nú, að kosningum loknum hefði verið einstaklega notalegt að geta kveikt á útvarpinu og hlustað á huglúfa tónlist, ef ekki hefði verið fyrir þessa háværu ungu menn sem gera sér engan veginn grein fyrir að þeirra tími er liðinn.

Hæst ber að sjálfsögðu Engeyjarguttann Bjarna Ben. sem nú fer hamförum og lýsir því yfir, aðspurður um styrkveitingar til Guðlaugs Þórs sem reyndar námu ansi mörgum verkamannalaunum, að Guðlaugur Þór sækti ekki umboð sitt til hans, (ergo, bara sitja sem fastast og sitja sem lengst.Takk fyrir.)

Þá rifjast upp fyrir mér orð hans varðandi Ásbjörn Óttarsson, sem skammtaði sér ómældar milljónir í arðgreiðslur og bar því við að hann hefði ekki vitað betur, eftir rekstur útgerðar hátt á fjórða áratug,  (Kommon Ásbjörn. Ef þú veist ekki betur eftir allan þennan tíma, er þá ekki kominn tími til að hætta?)   Þar hrutu þau spakmæli af vörum Bjarna, sem örugglega eiga eftir að festa sig á spjöld sögunnar, að úr því að Ásbjörn kallinn Óttarsson væri búinn að skila áðurnefndum greiðslum þá nyti hann fyllsta trausts innan síns flokks.

Ekki tók nú betra við í dag þegar ungur pjakkur, Sigmundur Kári Kristjánsson að nafni, vændi forsætisráðherra vorn um spillingu og lygar og til að kóróna nú kjaftæðið, þá sagðist hann hafa heimildir ! Nú er bara fyrir drenginn að viðra sínar heimildir. Þær hljóta að vera áreiðanlegar úr því hann fer svo geyst. Eitt ætti hann samt að hafa hugfast. Til er nokkuð sem kallast siðferði ( það má líka nefna almennar kurteisisvenjur ) og gildir jafnt á Alþingi sem og annars staðar. Strákskömmin veit kannski ekki hvað orðið þýðir.

Talandi um siðferði, nú hafa lög um gagnaver í Reykjanesbæ verið samþykkt. Þar kemur Björgólfur nokkur Thor við sögu. Þarf varla að hafa fleiri orð um það.

Margt fleira bitastætt hefur gerst. Það má landinn eiga að þegar kemur að ósamlyndi og sundurþykkju þá eigum við enga okkar líka.

Svona rétt í lokin er hér smásaga um finnska búfræðinemann sem kom hingað til lands til starfa á mjólkurbúi en sagði svo eftir að starfstímanum var lokið. "Sko í Finnlandi lagfærum við girðingarnar áður en liðinu er hleypt út. Hérlendis er ykkur nokk svo sama."

Alveg lýsandi fyrir okkur Íslendinga.

Þar til næst.

 

 

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband