Af bjórþurrð Í Danmörku o.fl.

Enn og aftur hafa strákaskammirnar yngri bræður mínir lagt land undir fót og herjað á Danaveldi að nýju. Í þeim tilgangi einum, að mér virðist, að níðast á frændum okkar.

Ekki var verið að gera boð á undan sér svo bjórverksmiðjurnar gætu verið undirbúnar innrásinni og aukið framleiðslu sína sem svar við allt að því ótrúlega aukinni neyslu afurðanna. Slíkt samræmist ekki innrætinu.

Ég, sem ágætlega viti borinn og vel innrættur drengur, ákvað að halda mig heima því þó ég hafi ekki fyrirgefið Dönum enn hvernig þeir fóru með okkur á tímum einokunarinnar þá er mér ekki svo illa við þá að ég leggi á þá að fá allan pakkann á einu bretti.Það verður nógu erfitt fyrir þá að díla við  75% okkar bræðra.

En nóg um það.

Ég vil taka skýrt fram að þó ég hafi ekki bloggað síðan 16. júní þá er það ekki leti um að kenna. Ég, talnablindur garmurinn, er að berjast við stærðfræðina og þetta er bara undirbúningsnámskeið. Martröðin sjálf hefst svo 20. september. Ég fæ hnút í magann bara við tilhugsunina um þessa tvo skylduáfanga sem ég neyðist til að taka í frumgreinadeildinni. Það er bara að taka þessu eins og hverju öðru hundsbiti.

Þegar ég renni augunum yfir fréttasíður dagsins þá er nú ekki af stóru að taka. Jón garmurinn Ásgeir Jóhannesson, jafn staurblankur og hann ku vera, hefur snúið vörn í sókn. Eitthvað hefur heyrst um aurainneign í kanadískum banka. Sel það þó ekki dýrar en ég keypti. Fátt annað er áhugavert. Búsáhaldabyltingin virðist vera byrjuð að nýju en hálf máttleysislega þó.

Ég læt þetta nægja að sinni og þar til næst.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband