Þetta er bara misskilningur...

... hér ríkir engin kreppa. Í það minnsta ekki hjá meðlimum skilanefndar og slitastjórnar Landsbankans .

"Skilanefndir og slitastjórnir föllnu bankanna hafa verið kallaðar hin nýja yfirstétt bankakerfisins. Á kröfuhafafundi slitastjórnar og skilanefndar Landsbankans á mánudag var greint frá því að verktakagreiðslur vegna starfa nefndarmanna fyrstu sex mánuði þessa árs næmi 189 milljónum krónum."

Undarleg þykja mér vinnubrögð skilanefndar að ráða til sín einn af fyrrverandi yfirmönnum gamla Landsbankans fyrir hrunið og það korteri eftir að Fjármálaeftirlitið vék honum úr skilanefndinni af áðurnefndri ástæðu.

Samkvæmt þeim upplýsingu sem fram hafa komið, hafa tímalaun þeirra fimmmenninga sem sitja í skilanefnd og slitastjórn Landsbankans verið rúmlega átta þúsund og fjögur hundruð krónur á tímann, allan sólarhringinn, fyrstu sex mánuði ársins.

Dágóð búbót það, en nú að öðru.

Ekki alls fyrir löngu var Haraldur fimmti Noregskonungur staddur hérlendis við laxveiðar  í Vatnsdalsá í Húnaþingi.

Ekki fylgdi fréttinni hvort hann kynnti sér makrílveiðar landans en nú vaknar sú spurning...

Skyld'ann hafa verið að kynna sér væntanlega nýlendu Noregs?

Eitt tekur við af öðru og nú er Kalli kallinn Svíakóngur í heimsókn.

Hann hefur rennt fyrir lax , ferðast um landið og meðal annars skoðað sig um undir Eyjafjöllum og kynnt sér afleiðingar eldgossins.

Skyld'ann hafa verið að kynna sér væntanlega nýlendu Svíþjóðar??

Jamm góða fólk, þær eru ýmsar spurningarnar sem vakna og með þessum orðum kveð ég ykkur að sinni og þar til næst.

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Hrægammarnir eru að éta síðustu leifarnar af beinagrindinni...

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 26.8.2010 kl. 00:33

2 Smámynd: Þráinn Jökull Elísson

Mikið rétt Kolla mín.

Þráinn Jökull Elísson, 26.8.2010 kl. 06:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband