Dágóð afmælisgjöf.

Um leið og ég óska Jóhannesi "í Bónus" til hamingju með 70 ára afmælisdaginn þá vakna ýmsar spurningar sem mér þætti vænt um að einhver lesandinn gæti svarað.

Til dæmis þætti mér vænt um að vita hvaðan kallinn fær 1237,5 milljónir króna til að kaupa  eignarhlut Haga í færeyska félaginu SMS ásamt sérvöruverslununum Top Shop, Zara og All Saint.

Samkvæmt álagningarskrá námu framtaldar eignir Jóhannesar umfram skuldir á síðasta ári tæpum 386 milljónum króna.

Vel af sér vikið því maðurinn er því sem næst eignalaus.

Hvað með 400 fermetra húskrílið á móti Akureyri sem ber skuldir upp á 400 milljónir?

Í fréttinni kemur fram að Jóhannes fær bíl og sumarhús á "markaðsverði" eða 41 milljón króna.

Er kannski verið að tala um tjaldvagn og Trabant??

Nei varla því skrattinn sér um sína.

Hvernig væri að Landsbankinn rukkaði nú kallinn um ógreiddar skuldir, sem í dag nema margföldum örorkulífeyri?

Í onálag fær kallinn 12 mánaða starfslokasamning plús eingreiðslu upp á litlar 90 millur, en fyrir hvað???

Jú kallinn var að mati stjórnenda Arion banka svo einstaklega fær í viðskiptum og þá sérstaklega bent á þau miklu viðskiptasambönd sem áðurnefndur hefði.

Nú er mér spurn. Halda yfirmenn Arion banka okkur Íslendinga vera fífl?

Þar er Höskuldur nokkur H. Ólafsson í fararbroddi.

Hvaða stjórnmálaflokki skyldi hann tilheyra?

Hvernig skyldi standa á áðurnefndum aðgerðum þegar sjálfur bankastjórinn lýsir því yfir að hann hafi ekki hugmynd um hvaðan aurarnir koma. Mér dettur helst í hug Sviss í upphafi seinni (og vonandi þeirri síðustu) heimstyrjaldar þegar menn komu eignum sínum í (skatta) skjól og komust upp með það.

Hafa tímarnir ekkert breyst?

Ég læt þetta nægja að sinni og þar til næst.

 

 

 

 


mbl.is Þarf að greiða með peningum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Við erum fífl upp til hópa, enginn nennir að fara út og mótmæla. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 31.8.2010 kl. 23:07

2 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Jökull, þegar bankastjóri tekur við eittþúsundtvöhundruðþrjátíuogsjö og hálfri milljón ber honum að kanna hvaðan þessir peningar koma. Um það fjalla lög um peningaþvætti. Geti banki (bankastjóri) ekki gert grein fyrir því þá  er hann brotlegur.

Reyndar heyri ég í Kastljósi  að bankastjórinn sé tilbúinn að selja Haga til skúffufyrirtækis á Tortóla. Gamla Ísland lifir góðu lífi.

Ragnhildur Kolka, 1.9.2010 kl. 20:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband