Nú syrtir í álinn...

...Höskuldur kallinn H. Ólafsson virðist hafa gleymt grundvallaratriði allra viðskipta, sem eru að kynna sér spil mótaðilans og ganga úr skugga um að þar sé ekkert óheiðarlegt í gangi.

Höskuldur virðist hafa gleymt þessari ofur einföldu reglu þegar hann lýsir því yfir að honum komi ekkert við hvaðan Jóhannes "í Bónus" hafi fengið þennan 1,3 milljarð króna til kaupa á eignarhlut Haga í færeyska félaginu SMS ásamt sérvöruverslununum Top Shop, Zara og All Saints.

" Hann kemur með peningana einhverstaðar annars staðar frá, ég veit ekki hvaðan,“ segir Höskuldur við Morgunblaðið."

Nú erum við komin að því sem á verkamanna íslensku kallast "Listin að ljúga."

Höskuldur segir, að eignirnar séu ekki seldar í opnu söluferli vegna þess að verslanirnar tengist Jóhannesi mjög persónulega.

Persónulega?

Maður kemur í manns stað. Það vita allir sem einhverntímann hafa fengist við verslunarrekstur, og að Höskuldur skuli voga sér að bera þvílíka vitleysu á borð fyrir okkur óbreytta sýnir að annaðhvort er maðurinn hrokafullur eða hann heldur okkur Íslendinga vera fífl sem hægt er að ljúga að.

Hvorugt er gott.

Ég hélt í einfeldni minni að eftir bankahrunið myndu ólíkir stjórnmálaflokkar taka á og vinna saman til að leiða þjóðina út úr þeim ógöngum sem örfáir Íslendingar leiddu okkur í.

Því miður höfum við ekki öðlast þann þroska sem dýrin í skóginum hafa. Onei.

Nú er hver höndin upp á móti hverri annarri og þá læðist að mér sú hugsun að ansi margir stjórnmálamenn setji eigin hag ofar öllu öðru og þar með ofar velsæld íslensku þjóðarinnar, sem vel á minnst er fólkið sem kaus þetta lið yfir sig í einfeldni sinni, í þeirri trú að nú yrðu breytingar framundan.

Breytingarnar virðast  hinsvegar hafa farið ofan garðs og neðan.

Það væri hægt að halda áfram í þessum dúr út í það óendanlega en einhvern tímann verður maður að sofa.

Nú býð ég ykkur öllum góða nótt og þar til næst.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband