Kyrrstöðusamningur hvað?

"Eins og komið hefur fram felur kyrrstöðusamningurinn í sér að vaxtagreiðslur af skuld Gaums eru frystar á meðan bankinn aflar upplýsinga um stöðu félagsins."

Svo mörg og fögur voru þau orð.

Undarlegar þykja mér orð og aðgerðir háttvirts bankastjóra Arion bankans. Enn og aftur læðist að mér sá ljóti grunur að hér sé verið að hygla einhverjum.

Það er á allra vitorði hver staða Gaums er.

Nema kannski yfirmanna Arion bankans.

Skyldi ekki hafa hvarflað að höfðingjunum að fá nýja stjórnendur til fyrirtækisins eða á að halda í gamla gengið sökum "reynslu" ?

Skyldi Höskuldur, fyrrum forstjóri hjá Valitor vera einráður í þessum efnum?

Samkvæmt hlutafélagalögum ber að gefa félag upp til gjaldþrotaskipta ef það er ekki greiðsluhæft, en það gilda kannski aðrar reglur um höfðingjana.

Nú er okkur tjáð af málpípu Baugsmanna (skiptir sosum engu máli hvað fél. heitir, þetta er allt sama drullið) Kristínu nokkurri Jóhannesdóttur að skuldir Gaums séu "bara sex milljarðar króna."

Er skuld Pálma í Iceland Express inni í þessari tölu?

Hér kemur svo ein safarík!

"Höskuldur (höfuðpaurinn) vísar gagnrýni á samninginn á bug og segir hann í takt við meðferð á skuldum heimila. Hvað snertir önnur atriði samningsins kveðst hann ekki hafa heimild til að tjá sig um efnisatriði á þessu stigi."
Það er sosum gott og blessað að geta skýlt sér á bak við bankaleyndina en menn mættu hafa í huga að fyrr eða síðar kemur að skuldadögum og þá finnst ekkert sem hægt er að fela óþverrann á bak við.

Í framhaldi af þeim fréttum sem oss hafa borist af heiðarleika og raunsæi svokallaðra útrásarvíkinga dettur mér helst í hug magnframleiðsla á "Fálkaorðunni". Til úthlutunar. Takk.

Þó svo ég sjái fyrir mér allan útrásarherinn með "græðgisglampann í glyrnunum og slefuna í munnvikunum" þá er einn maður sem standa ætti þar fremst í röð og það er enginn annar en Breiðavíkurdrengurinn Lalli Jones, sem þrátt fyrir allt er þó svo heiðarlegur að viðurkenna misgjörðir sínar og borga skinkubréfið sem óvart datt í vasa hans áður en hann kom að kassanum. Stundum stelur hann til að redda sér gistingu þó svo enginn fái að liggja úti í íslenska samfélaginu. Sem er reyndar önnur saga.

Fróðlegt verður að fylgjast með framvindu mála á næstunni og þar til næst.

 

 


mbl.is Á ekki fyrir skuldunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband