Guð gefi að svo verði.

Burtséð frá því að ég er gallharður andstæðingur aðildar Íslands að Evrópusambandinu þá yrði ómakið tekið af okkur því ekki þyrfti að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um málið þar sem umsóknin yrði kolfelld hvort eð er.

Einnig myndu sparast einhverjar krónur líka sem, nota bene, ekki eru til.

Nema þá helst hjá hinni nýju yfirstétt landans þ. e. bankastarfsmönnum.

Ég rak augun í mjög svo athyglisverða frétt í mbl. áðan þar sem greinarhöfundur fer mikinn og fjallar um hugsanlega ábyrgð fyrrverandi ráðherra í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingar ef Alþingi gæfi út ákæru á hendur fjórum fyrrverandi ráðherrum í ríkisstjórn Geirs. H. Haarde, eins og flest stefnir nú í.

Samkvæmt fréttinni þá virðist þingheimur og þá sérstaklega þingmenn og ráðherrar úr röðum Samfylkingar gjörsamlega vera að fara á límingunum.

En hvað með sjallana?

Orðaskipti þingmanna okkar undanfarna daga hafa, þrátt fyrir hefðbundna niðurrifsstarfsemi, veitt mér ómælda ánægju.

Málfarið hefur augljóslega færst frá grunnskólastílnum yfir í "aþþíbara" stílinn. Ég legg til að útvarpsráð samþykki nú að hefja fastar sendingar frá Alþingi. Það myndi vega upp á móti sárum niðurskurði og svo mætti spara enn meira með því að henda út einhverjum af þessum eilífðar bandarísku sápuóperum og koma með eina íslenska.

Ný þyrfti einhver tölvusnillingurinn að stofna Facebook síðu þar sem við gætum skorað á Rúv. að auka íslenska framleiðslu og með þessum orðum kveð ég nú og þar til næst.

 

 

 

 


mbl.is Sögð geta hindrað ESB-aðild
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ef ESB væri stjórnað af skynsemi myndu ráðamenn þar átta sig á því að frekari "aðlögunarviðræður" við Íslendinga eru sóun á tíma og fjármunum evrópskra skattgreiðenda. Og afhverju ætti Ísland að sækjast eftir aðild að sambandi þar sem skynsemin er ekki meiri en raun ber vitni?

Ég sé ekki betur en að þessu verði sjálfhætt, allavega ef ekki væri fyrir þrjósku og þröngsýni afmarkaðs hóps ESB-öfgatrúarfólks.

Guðmundur Ásgeirsson, 10.9.2010 kl. 12:38

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Þráhyggja Evrópusinna svonefndra hefur orðið þjóðinni dýrari en margir virðast í fljótu bragði sjá. Þessi skæði sjúkdómur hefur lamað Samfylkinguna og gelt hana í öllum pólitískum viðbrögðum til viðreisnar samfélagsins.

Þar er litið á þetta eins og trúarbrögð sem allri íslenskri pólitík sé æðri og regluverk ESB er þar helgara rit en Kóraninn múslimum.

Samfylkingin hefur tekið þá ákvörðun að íslenska þjóðin eigi bara að lifa frá degi til dags með "þettareddastalltþegarviðgöngumíESB" að trúarjátningu.

Við skulum bara segja þetta á íslensku:

Samfylkingin er fárveik af þráhyggjupólitík og hefur engan áhuga á því að reisa samfélagið við fyrr en rceptið kemur frá ESB.

Árni Gunnarsson, 10.9.2010 kl. 16:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband